Dagur Heyrnar vakti mikla athygli og hlaut góða umfjöllun ýmissa fjölmiðla og fyrirspurnir hafa streymt inn varðandi margvísleg efni.

Við viljum byrja á að þakka Sinfóníuhljómsveit Íslands og Vinnueftirlitinu kærlega fyrir gott samstarf. Hér að neðan eru tenglar á sumt af því sem gerðist á Degi Heyrnar 2020

Dagurinn byrjaði á viðtali þeirra Sigmars og Huldu í Morgunþætti Rásar 2 við forstjóra HTÍ, Kristján Sverrisson. Með því að klikka á myndina hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið.

dagur heyrnar RUV morgunn

Síðan lá leiðin til hinna hressu þáttarstjórnenda Í Bítið á Bylgjunni þar sem þeir Gulli og Heimir spurðu Kristján spjörunum úr um margt varðandi heyrn og Dag Heyrnar.
Smellið á myndina og hlustið á viðtalið:

Bylgjan Bítið Er tóneyrað með fulla heyrn
Mikil fjölmiðlaumfjöllun

 Kvöldfréttir sjonvarpsstöðvanna fjölluðu einnig um framtakið og Dag heyrnar í fréttatímum sínum:
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/27717/8ku9pv/althjodadagur-heyrnar

og á Stöð 2:  https://www.visir.is/k/6a6c04c3-1450-483f-b212-3c7236b77f50-1583263053363

 

 Sinfónían og Vinnueftirlitið

Um hádegisbil voru starfsmenn Heyrnar-og talmeinastöðvar og sérfræðingar Vinnueftirlitsins í hávaðavörnum mættir á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands til að vekja athygli á mikilvægi heyrnar og heyrnarverndar á Degi Heyrnar.

Vinnueftirlitið mældi hávaða á nokkrum stöðum á sviðinu á meðan á æfingu stóð og einnig mældu þeir sérstaklega hávaða við eyra sex valinna hljóðfæraleikara sem töldust vera í sérstökum áhættuhópi (s.s. málmblástursfólk, ásláttarhljóðfæraleikarar o.fl.)

Niðurstöður mælinganna vekja athygli því að í ljós kemur að meðal-jafnaðarhávaði á þessari æfingu hjá Sinfóníunni var um og yfir 80 dB sem liggur við hættumörk. EInstakir toppar í hæstu köflum verksins náðu hins vegar rúmum 140 dB sem er langt yfir hættumörkum og nálgast sársaukamörk. (og höfðu starfsmenn Sinfó þó á því orð að hér hefði langt því frá verið að æfa háværasta klassíska verk tónlistarsögunnar!).

Það var því dómur Vinnueftirlits að hér væri ,,klassískt" dæmi um vinnustað þar sem nauðsynlegt er að grípa til ráðstafana til að tryggja heilsu og heyrn starfsmanna.

Lára Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, útskýrði síðan fyrir fréttamönnum hvaða aðgerðir Sinfónían hefur gripið til í þeim tilgangi að tryggja heyrnarheilsu liðsmanna hljómsveitarinnar. Á undanförnum árum hefur Sinfó heyrnarmælt hljóðfæraleikara, látið útbúa sérsmíðaðar heyrnarhlífar (eyrnatappar með sérstökum tónlistar-síum), komið fyrir hljóðvarnar-þilum og sérstöku "hearWig" hlífðarskjöldum fyrir aftan þá spilara sem mest eru útsettir fyrir hávaða á æfingum og tónleikum. Eru aðgerðir þessar allar til fyrirmyndar og með því besta sem gerist í tónlistarheiminum.

Hér má sjá nokkrar myndir sem sýna þann viðbúnað sem er hafður hjá Sinfóníunni:

 

sinfo hearwig

   sinfo skermar HearWig heyrnarhlífar eru notaðar fyrir þá sem sitja fyrir framan háværustu hljóðfærin. Sérstakir skermar eru einnig staðsettir á völdum stöðum til að hlífa þeim hljóðfæraleikurum sem næst sitja.
Þá eru margir meðlima Sinfóníunnar með sérstaka eyrnatappa sem eru sérhannaðir fyrir tónlistarfólk og dempa hljóð á öllum tíðnisviðum aðeins niður en gera þeim þó kleift að heyra öll blæbrigði tónlistarinnar.
Alveg til fyrirmyndar hjá hljómsveitinni.