Talmeinafræðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar hafa undanfarið boðið upp á fræðslu fyrir hjúkrunarfræðinga ung- og smábarnaverndar um málþroska ungra barna og mikilvægi þess að fræða um og fylgjast vel með málþroska ein- og fjöltyngdra Íslendinga fyrstu árin. Fræðslan var unnin í samvinnu við talmeinafræðing og brúarsmiði Miðju máls og læsis og var haldin á vegum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Allt að 100 hjúkrunarfræðingar hlýddu á fræðsluna bæði í sal ÞÍH og í gegnum fjarfundarbúnað.