Heyrnin Þættir Hringbraut


Sjónvarpsstöðin HRINGBRAUT hefur framleitt nýja þætti um heyrnina, heyrnarskerðingu og starfsemi HTÍ. Þættirnir voru unnir í samvinnu við Heyrnar-og talmeinastöð Íslands og það er hinn góðkunni sjónvarpsmaður, Sigmundur Ernir, sem leiðir áhorfendur í gegnum margvíslegan fróðleik um heyrnina með viðtölum við starfsfólk HTÍ og skjólstæðinga stöðvarinnar.

Fyrri hluti þáttanna var frumsýndur þriðjudagskvöldið 28.janúar og síðan verða þeir sýndir næstu daga og vikur.
Við vekjum athygli á því að þættirnir eru textaðir svo að heyrnarskertir og heyrnarlausir geti betur fylgst með því sem rætt er.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þakkar Hringbraut samstarfið og einnig þeim skjólstæðingum okkar sem tóku þátt með frábærum viðtölum og spjalli.

 

janúar 2020