Að neyta holls matar hefur margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna.
Nýleg rannsókn sýnir að hollt fæði geti einnig dregið úr líkum á að konur missi heyrn !

Konur sem passa vel uppá mataræði sitt og neyta einkum hollra fæðutegunda eru síður líklegar til að fá meðalslæma eða alvarlega heyrnarskerðingu samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar frá Bandaríkjunum.

 

 

Hollt mataræði fyrirbyggir heyrnartap

Rannsóknin skoðaði tengsl milli heyrnarskerðingar og þrenns konar mataræðis:


1. The Alternate Mediterranean Diet (AMED) er settur saman úr mismunandi ávöxtum en einnig grænmeti, baunum, hnetum, ólífuolíu, fiski og sjávarfangi. Þessi matarkúr leyfir sælgæti og rautt kjöt af og til og hóflega neyslu osta og jógúrts.

2. Mataræði sem kallast Dietary Approaches to Stop Hypertension (DASH) er sett saman af ávöxtum og grænmeti, mjólkurvörum, kjöti, fuglakjöti og fiski í litlum skömmtum og miðar við lítil fituinnihald og ekki mikla olíu og að fotðast sælgæti.

3. Að lokum skal nefna Alternative Healthy Eating Index-2010 (AHEI-2010) sem leyfir flest af því sem báðir fyrrgreindir kúrar innihalda.

Þær konur sem fylgdu mjög nákvæmlega mataræði 1 og 2 voru með 30% lækkaða áhættu á að fá meðalslæmt eða alvarlegt heyrnartap.  Þriðji kúrinn sýndi ekki eins afgerandi niðurstöður.

,,Gott og hollt mataræði bætir heilsu almennt og getur einnig dregið úr hættu á heyrnartapi“, sagði Dr. Sharon Curhan, aðalhöfundur skýrslunnar og faraldsfræðingur við Brigham and Women’s Hospital í Boston í Bandaríkjunum.

Um rannsóknina

Rannsóknin beindist að 81.818 konum á aldrinum 25-42 ára við upphaf rannsóknarinnar sem var árið 1989. Þátttakendum var síðan fylgt eftir í 22 ár. Konurnar fylltu út spurningalista um meðferðarheldni við hina mismunandi mataræðis-kúra og um heyrnarheilsu sína.

 

Heimildir:
“Adherence to Healthful Dietary Patterns Is Associated with Lower Risk of Hearing Loss in Women” ,  Journal of Nutrition 2018
www.usnews.com

 

birt maí 2019