Bestu heyrnartækin 2013-2014 ?

Vörumerkin sem Heyrnar-og talmeinastöði Íslands býður í efstu sætunum!

Richard W Andrew er heyrnarfræðingur í Englandi, sem heldur úti vefsíðu þar sem hann ber saman mismunandi tegundir heyrnartækja á markaðnum. Í síðustu úttekt sinni, sem hann birti s.l. haust, kynnir hann lista yfir þau heyrnartæki sem hann telur best í sínum flokki.

Hann skiptir tækjum í 3 flokka eftir gæðum og verði og velur síðan tegundir í hverjum flokki fyrir sig. Okkur til mikillar ánægju raða þau vörumerki/tæki, sem HTÍ býður íslenskum neytendum, sér í efstu sætin í öllum verðflokkum. Sum tækin sem birtast á listanum eru ekki fáanleg á Íslandi og við ábyrgjumst ekki með neinu móti niðurstöður sérfræðingsins en birtum þetta meira til gamans og fróðleiks.

Phonak – Siemens - Widex tækin koma sterkt út!

Í efsta verðflokki eru 3 framleiðendur sem við seljum tæki frá. Efsta sætið hreppa tæki frá Phonak; PhonakQ90heyrnartaekiPhonak Virto Q 90, Phonak Audeo Q 90, Phonak Naida Q 90 og Phonak Bolero Q 90. Richard segir þau halda toppsætinu frá fyrra ári en hann leggur einnig áherslu á að dýrustu og bestu tækin þurfa hreint ekki að vera best fyrir alla notendur. Það er mjög persónubundið hvaða tegund tækja passar heyrnarskerðingu hvers einstaklings best. Þetta ber að hafa í huga við val á tækjum.

 

Í öðru sæti kemur tæki frá SIEMENS, Mi 7, sem einnig er selt hjá HTÍ. Þessi tæki voru ekki í topp 5 á síðasta ári svo að Siemens hefur greinilega bætt tækin verulega (einsog við vitum reyndar mætavel).

Þá er tækið Clear 440 frá WIDEX einnig á topp-5 listanum hjá Andrew. Hann segir Widex hafa átt tæki í efstu sætum síðustu 8 árin og þeir séu viðurkenndur framleiðandi hágæðatækja. Widex er einnig eitt af vörumerkjum Heyrnar- og talmeinastöðvar.

SiemensMi7heyrnartaekiWidexDream440heyrnartaeki

 

 

 

 

 

Tæki í lægri verðflokkum

Í mið-verðflokki (tæki sem bjóða ekki alveg sömu tæknilegu lausnir og þau dýrustu) skora tæki frá okkar framleiðendum einnig hátt; Enn raða tæki frá okkar framleiðendum sér í efstu sætin: Phonak Bolero 70, Phonak Virto 70, Siemens Mi 5 og Widex Mind 330.
Hann segir þó að sér finnist þessi miðju-verðflokkur vera nokkuð erfiður vegna þess að hann ráðleggi oft skjólstæðingum sínum að kaupa annaðhvort ódýrustu tækin eða fara þá alveg upp í þau dýrustu, sem bjóði mestu tæknina og samskiptalausnir. Miðjuflokkurinn sé að hans mati kannski aðeins of dýr miðað við þá viðbótarkosti sem þessi tæki beri, en ekki nógu ódýr til að réttlæta skort á ýmsum viðbótarkostum eða tækniatriðum.

Lægsti verðflokkur

Þessi verðflokkur er í uppáhaldi hjá hr Andrew. Hann segir: „Minn uppáhalds-flokkur og hér færðu kannski mest fyrir peninginn. Mörg virkilega góð heyrnartæki falla í þennan flokk, oft á allt að helmingi lægra verði en tæki í hæsta verðflokki, en gæðin geta jafnvel verið 80% af þeim dýru“.

Í þessum flokki mælir hann enn með tækjum frá Widex (Mind 220) og Phonak (Naida Q 50, Bolero Q 50, Audeo Q50)

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands er stolt af því að geta boðið hágæða tæki frá þessum þremur topp-framleiðendum. Allar upplýsingar um tækin má finna hér á vefsíðunni (sjá Vörur) eða hafa samband við heyrnarfræðinga okkar.