Þann 6. mars er Evrópudagur talþjálfunar.

Evrópudagur talþjálfunar er haldinn á hverju ári. Þema ársins 2023 er ætlað að vekja athygli á störfum talmeinafræðinga innan gjörgæslu og bráðalækninga.

Verkefni talmeinafræðinga eru fjölbreytt en erfiðleikar í sambandi við mál, tal og tjáskipti geta komið fram hjá fólki á öllum aldri. Dæmi um störf talmeinafræðinga sem starfa innan gjörgæslu og eru hluti af bráðlækningum á Landspítalanum hitta fólk sem hefur fengið slag eða höfuðáverka og meta málfærni þeirra sem sýna merki um málstol og/eða kyngingartregðu. Talmeinafræðingar starfa einnig í nýburateymi spítalans sem og skarðateymi.

Talmeinafræði er fag sem er í stöðugri þróun þar sem vel er fylgst með framförum og nýjungum innan heilbrigðis- og menntakerfis. 

 

talmein hlutverk