Kuðungsígræðsla

Einn af forgangshópum HTÍ eru börn og fullorðnir sem hafa farið í kuðungsígræðslu. Mat og þjálfun talmeinafræðinga er hluti af því ferli sem fer í gang eftir ígræðsluna. Þjálfunin er unnin í samvinnu við nánustu aðstandendur einstaklingsins og er mismikil eftir þörfum hvers og eins. Eftir kuðungsígræðslu er mjög mikilvægt að þjálfa upp heyrnina með nýja tækinu. Þótt heilmikið komi af sjálfu sér með því að hlusta óbeint, á umhverfishljóð og tal, þurfa flestir að þjálfa heyrn og talgreiningu markvisst. Á Íslandi hefur það komið í hlut talmeinafræðinga að aðstoða kuðungsígræðsluþega í endurhæfingu heyrnar.

Hér má sjá upplýsingar um kuðungsígræðslu hjá fullorðnum: Kuðungsígræðsla

Snemmtæk íhlutun talmeinafræðings hefst strax í kjölfar kuðunungsígræðslu barns ef ekki fyrr. Foreldrar fá ráðleggingar um mikilvægi hlustunar fyrir máltökuna. Foreldrar læra að kenna barninu sínu að veita hljóðum og tali áhuga. Árangur ákvarðast helst af aldri barnins við aðgerð, heyrnarleifum barnsins og stuðningi foreldra (tekið af www.earfoundation.org.uk)