Viðgerðartímar

Opnir viðgerðartímar eru alla virka daga frá kl:11:00 - 11:30 
Í opnum viðgerðartímum er hægt að láta hreinsa og yfirfara tæki. Ef mögulegt er gerir tæknimaður við tækin á staðnum á meðan beðið er stundum þarf að skilja tæki eftir til frekari viðgerða.

Viðgerðartími er oftast 1-2 dagar ef ekki vantar varahluti.

Athugið þetta er ekki tími fyrir stillingar tækja. Ef þörf er á stillingu þarf að panta tíma hjá heyrnarfræðingi.


 

ER HEYRNARTÆKIÐ EKKI AÐ VIRKA?

VINSAMLEGA ATHUGIÐ! HUGIÐ VEL AÐ EFTIRFARANDI ATRIÐUM ÁÐUR EN TÆKI ERU SEND Í VIÐGERÐAÐ EFTIRFARANDI ATRIÐUM ÁÐUR EN TÆKI ERU SEND Í VIÐGERÐ.

HREINSA TÆKIN VEL

 

Hreinsa allan merg af tæki og tappa. Hreinsisett kemur með öllum heyrnartækjum.  Þrifa tappa vel með bursta og vatni. þurrka og blása í gegnum tappa. Hægt er að fá blásturspúða og hreinsisett hjá okkur.

ATHUGA RAFHLÖÐUR

 

Þrífa rafhlöðuskúffu og rafhlöðusnertur gott er að nota spritt og eyrnapinna. Athuga hvort rafhlöður hafi hleðslu. "Mælum með litlum rafhlöðumæli til að vera viss". 

EF RAKI ER Í TÆKI GEYMA YFIR NÓTT

 

Gott er að geyma tækin á heitum rakalausum stað yfir nótt eða í þurrkboxi. Þurrkbox fást hér hjá okkur. Bæði rafmagns og rakatöflur.

 

 

 

 

 

 


Rafhlöðuending

 

Ending rafhlaða - hlaða niður PDF