Fá allir niðurgreiðslu á heyrnartækjum?
Þeir sem eru með svokallað tónmeðaltal 30 dB, eða hærra á betra eyra, eiga rétt á niðurgreiðslu vegna kaupa á heyrnartækjum. Þegar tónmeðalgildið er komið upp í 50 dB, eða hærra á betra eyra, á viðkomandi rétt á 80% niðurgreiðslu á hjálpartækjum, öðrum en
heyrnartækjum. Þegar tónmeðalgildið er 70 dB, eða hærra á betra eyra, á viðkomandi rétt á 80% niðurgreiðslu á heyrnartækjum.