Aðstoð með heyrnartæki, umhirðu þeirra og notkun snjallsíma
Eftir því sem tækninni fleygir fram hafa ný vandamál birst heyrnartækjanotendum sem tengjast notkun tækjanna samhliða snjallsímum og öðrum þannig búnaði. Stundum hefur smáforrit (app) tekið upp á því að tengjast ekki heyrnartækjunum aftur eða síminn sjálfur tengist ekki tækjunum.
Til að koma til móts við viðskiptavini okkar bjóðum við upp á tíma í tækja- og tækniaðstoð.
Hægt er að panta tíma hjá okkur í tækjaaðstoð, ásamt því að kenna einstaklingum eða aðstandendum á notkun snjalltækja með heyrnartækjum, umhirðu heyrnartækja og fylgihluta. Athugið að ekki er hægt að fá aðstoð með heyrnarstillingu eða að breyta grunnstillingum sjálfra heyrnartækjanna. Slíkt er alfarið á höndum heyrnarfræðinga.
Ef þú kannast við eftirtalin vandamál eða hefur velt neðangreindu fyrir þér ættir þú að panta tíma í tækjaaðstoð.
- appið finnur ekki heyrnartækin
- nýr sími og þú nærð ekki að tengjast heyrnartækjunum
- bara annað heyrnartækið sést í appinu
- hversu oft á að skipta um síu eða túður/dome
- hvernig á að skipta um síur
- það þarf að stilla heyrnartæki og síma saman
... og fleira á þessum nótum.