Við val á heynartækjum er að mörgu að hyggja og þar skiptir mestu að nákvæm greining á eðli og tegund heyrnarskerðingar einstaklings liggi ljós fyrir. Ekki er víst að fullkomnunstu og dýrustu heyrnartækin séu endilega þau sem passa þér best !

Allir framleiðendur á íslenskum markaði (sem viðurkenndir seljendur heyrnartækja selja) bjóða svipaða vöru. Oftast eru allar tegundir heyrnartækja fáanlegar í 3 mismunandi útfærslum, allt frá einfaldari tækjum og upp í mjög fullkomin tæki sem hafa ýmsan aukabúnað og auka-aðgerðir. Ræddu við heyrnarfræðinginn um aðstæður þínar, bæði heima og á vinnustað, umhverfi þitt getur skipt miklu máli við val á heyrnartækjum. Þarft þú fyrst og fremst að heyra mannsraddir betur í mismunandi aðstæðum eða þarft þú víðara heyrnarsvið vegna vinnu þinnar o.s.frv.?

Hér að neðan er tafla sem sýnir dæmi um verð mismunandi heyrnartækja frá þeim 3 framleiðendum sem Heyrnar-og talmeinastöð Íslands býður vörur frá:

 

verd phonak 2018

 

verd siemens 2018

verd widex 2018

 

  

 

2016 07 20 16 27 52 Photos

ATH!: Viljir þú kynnast framleiðendunum betur bendum við á heimasíður þeirra:
www.phonak.dk
https://www.bestsound-technology.is/ (Siemens)
www.widex.dk