Nær daglega fá starfsmenn Heyrnar- og talmeinastöðvar hrós frá ánægðum viðskiptavinum. Það vermir okkar litla hjarta og gerir okkur ennþá einbeittari við að reyna að þróa þjónustuna og bæta frammistöðu okkar. Hér er eitt nýlegt dæmi:

 

Bylgjan - Lof og last, föstudaginn 17.apríl 2015:

"Ólafur heiti ég .... ég ætla að lofa forstjórann hjá Heyrnar-og talmeinastöðinni. Ég lenti þarna í smá þrasi við starfsfólkið útaf ábyrgð á heyrnartæki .... og eftir smá tíma tók forstjórinn þetta að sér og leysti þetta með algjörri snilld svona eins og foringi á að gera, svo hann fær lofið frá mér. Ég er voða hrifinn af því þegar að yfirmenn fyrirtækja, ég þekki það svolítið sjálfur, taka vel á málum og leysa mál fyrir viðskiptavininn en láta hann ekki vera draugfúlan í einhverjar vikur eða mánuði. " 
Aðspurður hvort að Ólafur vissi hvað forstjóri HTÍ héti sagðist hann nú ekki vita það en... "ég var búinn að búa mig undir miklu meira þras en það reyndist svo bara óþarfi", sagði Ólafur og hló við.

Hér má hlusta á upptökuna, innhringing Ólafs byrjar á 8. mínútu þáttarins: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=SRC5DD989CE-ACD3-44DC-B962-EB5E20300171

Við þökkum auðvitað lofið og þess má geta að forstjórinn umtalaði heitir Kristján Sverrisson.

StellaGuðnadottirAnægðurKunniMars2015 

Stella - mars 2015:

"Starfsfólk ykkar er dásamlegt og hér nýt ég frábærrar þjónustu. Ég vil hvergi annars staðar vera varðandi heyrnina og heyrnartækin. Og ég læt alla mína vini og ættingja vita af því hve vel þið standið ykkur!"

 

Ekki amalegt að fá svona orðsendingar og það er okkur sönn ánægja að þjóna svo ljúfum viðskiptavinum sem Stellu.