Verð á heyrnartækjum

Verð á heyrnartækjum er mismunandi eftir framleiðendum og útfærslu tækjanna. Heyrnarskerðing einstaklings og daglegar aðstæður viðkomandi ræður því hvaða tækjum heyrnarfræðingarmæla með í hverju tilviki.

Framleiðandi

Öll heyrnartæki sem Heyrnar-og talmeinastöð Íslands selur eru hágæða tæknivara frá helstu framleiðendum veraldar s.s. PHONAK, SIVANTOS (áður Siemens) og WIDEX.

Skoða framleiðendur

Verð á einu heyrnartæki 

Verð á einu heyrnartæki (með niðurgreiðslu) er á bilinu 35 þúsund - 230 þúsund krónur.

Greiðsluþátttaka ríkisins í heyrnartækjum er mismunandi og fer m.a. aldri eftir heyrnarskerðingu.
Börn yngir en 18 ára fá heyrnartæki gjaldfrjálst.
Eldri en 18 ára með heyrnarskerðingu að 70dB fá fasta upphæð í niðurgreiðslu, nú 50.000 krónur á hvert tæki á 4 ára fresti (upphæð í endurskoðun nú júlí 2015)

Fólk með verri heyrn and 70dB á betra eyra fá síðan 80% af verði heyrnartækja niðurgreitt.

Reglugerð

Sjá nánari upplýsingar í reglugerð HÉR

Heyrnarfræðingar okkar og afgreiðslufólk veita einnig nánari upplýsingar.