Lifað með heyrnarskerðingu - fræðsla

Heyrnarfræðingar Heyrnar- og tameinastöðvarinnar bjóða til kynningar og spjalls um heyrn, heyrnarskerðingu, heyrnartæki og önnur hjálpartæki fyrir heyrnarskerta. Fræðslufundir eru haldnir annan hvern þriðjudag kl:13:30 á þriðju hæð í Valhöll, Háaleitisbratu 1, og lýkur um kl:15:00.

Reynt verður að svara eftirfarandi spuningum:

  • Hvernig heyrum við? 
    Hvað gerist þegar við missum heyrnina? 
    Hvaða áhrif hefur heyrnartapið á daglegt líf? 
    Hvað geta ættingar og vinir gert? 
    Hvernig geta heyrnartæki hjálpað?

Fræðslan er fyrir alla sem eru farnir að tapa heyrn eða eiga aðstandanda/vin sem er heyrnarskertur.

Skráning fer fram í afgreiðslu Heyrnar og talmeinastöðvarinnar, í síma 581 38 55 eða á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 


Athugið: Frítt er á fundinn.

 

Námskeið og fræðslaNámskeið og fræðsla á vegum HTÍ

Námskeið fyrir starfsfólk öldrunarstofnana eru haldin í samráði við stofnanir. Hægt er að fá námskeið sem er um klukkustundarlangt þar sem m.a. er farið yfir umhirðu heyrnartækja og annað sem viðkemur notkun þeirra. Starfsmaður Heyrnar- og talmeinastöðvar kemur þá í heimsókn á viðkomandi stofnun.

Einnig er hægt að fá námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga varðandi heyrnarmælingar.

Nánari upplýsingar í síma: 581 3855.