Námskeið

Föstudagur 15.september 2017  kennir heyrnarskertu barni

Til kennara við leikskóla og grunnskóla

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands býður kennurum og sérkennurum til fræðslunámskeiðs um málefni heyrnarskertra nemenda.

Hvað er heyrnarskerðing?
• Hvaða áskoranir bíða heyrnarskertra nemenda og kennara þeirra?
• Hvað ber að varast við kennslu heyrnarskertra barna?
• Hávaði/hávaðavarnir í skólum og á heimilum
• Heyrnar- og hjálpartæki fyrir nemendur, hjálparbúnaður fyrir skóla.

Bryndís Guðmundsdóttir, heyrnarfræðingur HTÍ, og Regína Rögnvaldsdóttir, sérkennari við leikskólann Sólborg, munu leiða þátttakendur í gegnum áhugavert efni.
Fundurinn er opinn öllum kennurum en við vonumst til að sjá sem flesta kennara sem munu sinna heyrnarskertum nemendum næsta vetur.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 15.september frá kl 8:30-12:30.

Fundarstaður. Grand Hótel Reykjavík, HVAMMUR, Sigtúni 38, Reykjavík.


Stefnt er að því að streyma efni fundarins beint og að upptökur verði aðgengilegar á netinu síðar.
Vinsamlegast skráið þátttöku hér (sjá hér fyrir neðan)

Einnig er hægt að skrá sig í síma 581 3855 eða með tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

[forms ID=7]

 

21.mars 2014, Námskeið fyrir starfsfólk öldrunarstofnana

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga bjóða starfsmönnum öldrunarstofnana til fræðslumorguns.

 

Fluttir verða fyrirlestrar og ýmis hjálpartæki kynnt. Fræðslumorgninum lýkur svo með fyrirspurnum og umræðum.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvað gerist þegar einstaklingar missa sjón/heyrn?
  • Hver eru áhrif heyrnarskerðingar og sjónskerðingar á daglegt líf fólks?
  • Hvernig er best að hátta daglegri umgengi og samskiptum við einstaklinga með sjónskerðingu, heyrnarskerðingu eða daufblindu?
  • Hvernig er hægt að laga umhverfið að þörfum einstaklinga með sjónskerðingu, heyrnarskerðingu eða daufblindu?
  • Hvaða gagn gera hjálpartæki?
  • Hvernig er best að umgangast og hirða um hjálpartækin?

 

Fundurinn fer fram 21. mars n.k. í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík á fyrstu hæð og hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 12:30

Kynningin er ætluð öllu starfsfólki öldrunarstofnana. Vinsamlega skráið þátttöku í símanúmerin: 545-5800 (Þjónustu- og þekkingarmiðstöð), 581-3855 (Heyrnar- og talmeinastöð) eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 14. mars.

Kynningin er þátttakendum að kostnaðarlausu.