Reglugerðir

Hér á eftir fylgja hinar ýmsu reglugerðir er lúta að starfsemi HTÍ, þær reglugerðir sem gilda um heyrnartæki, hjálpartæki og önnur samskiptatæki. Einnig reglugerðir sem gilda um réttindi heyrnarskertra og heyrnarlausra og nemenda með sérþarfir.

Reglugerð nr 1118 frá 2006 um heyrnartæki og hjálpartæki sem HTÍ útvegar

Reglugerð nr 796 frá 2006 um þátttöku ríkisins í kostnaði við samskiptahjálpartæki fyrir þá sem eru alvarlega heyrnarskertir og daufblindir

Reglugerð nr 230 frá 2012 um nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum.

Reglugerð nr 146 frá 2007 um styrki vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð.

Reglugerð nr 148 frá 2007 um sölu heyrnartækja.

 

Reglugerð um þátttöku ríkisins í kostnaði við samskiptahjálpartæki
fyrir þá sem eru alvarlega heyrnarskertir og daufblindir.

 

REGLUGERÐ
um styrki vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð.

1. gr.

Styrkir til kaupa á heyrnartækjum.

Einstaklingar 18 ára og eldri sem eru sjúkratryggðir hér á landi samkvæmt lögum um sjúkra­tryggingar og hafa tónmeðalgildi á betra eyranu ≥ 30 dB < 70 dB við tíðnina 0,5, 1,0, 2,0 og 4,0 kHz eða við tíðnina 2,0, 4,0 og 6,0 kHz eiga rétt á styrk að fjárhæð 50.000 kr. frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands vegna kaupa á heyrnartækjum hjá rekstrarleyfishöfum, sbr. reglugerð um sölu heyrnartækja, nr. 148/2007.

Hver einstaklingur getur mest notið styrkja hjá Sjúkratryggingum Íslands eða greiðsluþátttöku hjá Heyrnar- og talmeinastöð, sbr. reglugerð um greiðsluþátttöku ríkisins í hjálpartækjum sem Heyrnar‑ og talmeinastöð útvegar, fyrir tvö heyrnartæki, eitt fyrir hvort eyra, á hverju fjögurra ára tíma­bili. Heimilt er að víkja frá þessu ef heyrn breytist umtalsvert að mati háls-, nef- og eyrna­læknis þannig að talin er nauðsyn á nýju heyrnartæki. Framvísa skal vottorði því til stað­fest­ingar.

Heyrnar- og talmeinastöð skal miðla upplýsingum til Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku í heyrnartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð útvegar.

2. gr.

Umsóknir til Sjúkratrygginga Íslands.

Sækja skal um styrk vegna kaupa á heyrnartækjum hjá rekstrarleyfishöfum til Sjúkratrygginga Íslands. Með umsókn um styrk skal fylgja greiðslukvittun frá söluaðila og niðurstöður heyrnar­mælinga, framkvæmdar af háls-, nef- og eyrnalækni eða heyrnarfræðingi sem hlotið hefur full­nægj­andi menntun sem slíkur, sem sýna að umsækjandi uppfylli skilyrði 1. mgr. 1. gr. Sé heyrnar­mæling ekki framkvæmd af háls-, nef- og eyrnalækni eða heyrnarfræðingi þarf jafnframt vottorð háls-, nef- og eyrnalæknis þar sem staðfest er að viðkomandi hafi þörf fyrir heyrnartæki.

Sjúkratryggingar Íslands geta ákveðið að umsóknir skuli gerðar á sérstökum eyðublöðum sem stofn­unin útbýr.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 5. gr. laga um Heyrnar- og talmeinastöð, nr. 42/2007, og 26. sbr. 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, öðlast þegar gildi. Við gildistöku hennar fellur úr gildi reglugerð nr. 146/2007, um styrki vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð.

Velferðarráðuneytinu, 8. október 2015.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.