Stækka letur

Mánudagurinn 11.febrúar er Dagur ÍTM, íslenska táknmálsins. Ýmsir viðburðir verða haldnir í kringum þessa dagsetningu til að fagna uppruna og þróun íslenska táknmálsins.

Málþing Málnefndar um íslenskt táknmál og Rannsóknastofu í tákmálsfræðum verður haldið mánudaginn 11. febrúar í stofu 023 (fyrirlestrarsal) í Veröld, Háskóla Íslands kl. 16:30-18:00. Dagskráin fer fram á íslensku og íslensku táknmáli. Málþingið ber yfirskritina: Íslenskt táknmál: Fortíð, nútíð og framtíð. Þar verða m.a. flutt erindi um uppruna og þróun íslenska táknmálsins og stöðu þess í sambandi við snjalltæki samtímans.
Nánari dagskrá má finna á https://www.hi.is/vidburdir/islenskt_taknmal_fortid_nutid_framtid

 

RÚV mun á Degi íslenska táknmálsins senda út KrakkaFréttir túlkaðar á táknmál og auk þess mun Stundin okkar verða táknmálstúlkuð sunnudaginn 17.febrúar.

 

SignWiki:  Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra starfrækir þekkingarbrunninn SignWiki um íslenskt táknmál. Inni á http://signwiki.is má finna ýmiss konar efni, m.a. vinsæl tákn, kennsluefni, orðabók, fræðslu- og skemmtiefni sérstaklega unnið í tilefni dagsins (undir heitinu Dagur ÍTM) og margt fleira fróðlegt og áhugavert efni um íslenska táknmálið. Þetta efni geta skólar og aðrir nýtt sér í tengslum við dag íslenska táknmálsins 11. febrúar. Þá hefur Samskiptamiðstöð útbúið kennsluefni, sem sýnir þróun íslensks táknmáls og gömul íslensk tákn, handa táknmálstalandi grunnskólabörnum

 

Fyrirlestur verður haldinn í Félagi heyrnarlausra, Þverholti 14, 3.hæð, föstudaginn 15.febrúar kl.9-10.30. Fjallað verður um stöðu og aðstæður heyrnarlausra og heyrnarskertra barna í leik- og grunnskólum á Norðurlöndum. Aðalfyrirlesari verður Prófessor Patrick Kermit frá Noregi.
Nánari upplýsingar má finna á  http://www.deaf.is/frettir-og-vidburdir/vidburdir/fyrirlestur-i-felagi-heyrnarlausra-fostudaginn-15.februar-kl.9-10.30.

 

birt á vefsíðu: 11.febrúar 2019