Stækka letur

world hearing Day 2018 Hear the future

 

Á ári hverju, þann 3.mars nánar tiltekið, vekur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, athygli á heyrnarskerðingu og heyrnarleysi um heim allan. Umfang vandans og úrræði og hvernig ríkisstjórnir og almenningur getur aðstoðað við forvarnir, greiningu, meðferð og endurhæfingu.

Í ár, á World Hearing Day 2018, vill WHO vekja athygli á ógnvekjandi vexti fólks með heyrnarvandamál um heim allan undir slagorðinu “Hear the future”.

Helstu áherslur WHO þetta árið eru:

Mikil fyrirsjáanleg aukning í tíðni heyrnartaps á veraldarvísu á næstu árum (byggt á tölfræðilegum rannsóknum)

Átaks er þörf til að stemma stigu við þessari þróun með auknum og öflugum forvörnum

Brýnt er að tryggja aðgengi fólks að heyrnarbætandi aðgerðum, heyrnartækjum, hjálparbúnaði og endurhæfingu við hæfi.

WHO leggur einnig til hollráð til almennings og yfirvalda. Eftirfarandi tafla sýnir hvað almenningur þarf að hafa í huga hvað heyrn og heyrnarvernd gildir:

WHO forvarnir og urræði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þegar að stjórnvöldum kemur þá er krafa Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar einnig skýr.

Stofnunin telur ekki nóg að gert hvað forvarnir, heyrnarvernd og velferðarþjónustu fyrir þann stóra hóp sem er að kljást við heyrnartap og heyrnarleysi:

WHO hvað geta yfirvöld gert