Fréttir

Lífsgæði batna hjá níu af hverjum tíu!

 

Níu af hverjum 10 notendum heyrnartækja segja heyrnartækin bæta lífsgæði þeirra, samkvæmt bandarískri rannsókn á 1500 manns með heyrnartæki.

 

Rannsóknin benti til þess að 93 prósent af öllum heyrnartækjanotendum upplifa aukin lífsgæði með notkun heyrnartækja. Þau nefndu úrbætur á eftirfarandi atriðum:ánægðir heyrnartækjanotendur

  

  • Árangursríkari samskipti
  • Aukið/bætt félagslíf
  • Aukin hæfni til að taka þátt í hópstarfi
  • Bætt sambönd við sitt heimafólk

 

Rannsóknin sýndi einnig jákvæð áhrif á tilfinningalíf heyrnartækjanotenda, sjálfstraust þeirra jókst og samskipti á vinnustað höfðu batnað í kjölfar heyrnartækjanotkunar.

Svarendur voru sérstaklega ánægðir með hve vel tækin löguðu sig að eyrum, þægindi af heyrnartækjum sínum, skýrleika á hljóði og getu til að heyra í smærri hópum. Niðurstöður gætu hugsanlega hafa verið enn betri ef allir svarendur hefðu verið búnir tveimur heyrnartæki. Einn af hverjum sjö var aðeins með eitt heyrnartæki þótt þeir þjáist af heyrnarskerðingu á báðum eyrum.

Rúmlega 30 milljónir Bandaríkjamanna eru heyrnarskertir. Einungis 1 af hverjum 4 þeirra, eða 7,3 milljónir, nota heyrnartæki að staðaldri. Í Evrópu er svipaða sögu að segja, einungis einn af hverjum fjórum eða einn af hverjum fimm, sem gætu notið góðs af heyrnartækjum, nota þau.

Háþróuðustu nútíma heyrnartæki vinna aðeins einsog þeim er ætlað, ef þeim er komið fyrir og þau aðlöguð hverjum einstaklingi af heyrnarsérfræðingum eða öðrum sérfræðingum í meðferð og stillingu heyrnartækja.

92 prósent svarenda sögðust ánægðir með þjónustu heyrnarsérfræðinga sinna.

Við vonum auðvitað að sérfræðingar Heyrnar-og talmeinastöðvar fengju enn betri niðurstöður ef skjólstæðingar okkar væru spurðir !

Rannsóknin var framkvæmd af Sergei Kochkin sem starfar við Better Hearing Institute í Bandaríkjunum.

http://www.hear-it.org/Nine-in-ten-improve-quality-of-life

Er virkilega til pilla við heyrnarleysi?

Snákaolía eða sannleikskorn?

Nýlega vorum við hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni spurð hvort að við hefðum séð auglýsingu um sannkallaða töfrapillu, „Heyrnartaps-pilluna“. Með fylgdi vefslóð á auglýsingu þar sem til sölu var sannkölluð undrapilla sem, að sögn hins bandaríska söluaðila, getur stórbætt heyrnartap með því að:

  • Örva taugar í innra eyra
  • Örva heilann svo hann skilji betur hljóð
  • Stöðva skaðlegar sameindir sem valda heyrnartapi
  • Veita bætiefni sem eru nauðsynleg fyrir góða heyrnarstarfsemi

 

Ekki lítur þetta nú illa út og kannski skiljanlegt að sumir freistist til að kaupa sér mánaðarskammt á 8-10 þúsund krónur (með heimsendingu) og prófi slíkt undralyf.

Við ákváðum því að kanna ögn betur hvað liggur að baki. Í ljós kemur að pillan er samsett úr ýmsum virkum efnum og hjálparefnum. Helsta virka efnið heitir Vinpocetin eða ethyl apovincaminate. Þetta efni var upprunalega unnið úr plöntu en árið 1975 fann ungverskur vísindamaður leið til að framleiða efnið syntetískt eða með efnablöndum. Vinpocetin er skráð sem lyf við elliglöpum og minnistapi í sumum löndum Austur-Evrópu en hefur ekki hlotið náð fyrir augum vestrænna heilbrigðisyfirvalda. Þó er efnið leyft sem bætiefni/næringarefni í Bandaríkjunum og víðar.

Nokkrar vísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni vinpocetins en ekki rákumst við á neinar sem sérstaklega skoða áhrif á heyrn. Lyfið getur haft áhrif á senso-neural starfsemi (s.s. heyrnartaug) en ekki er samt hægt að álykta að heyrn geti batnað þó svo sé.


Óvirkt en skaðlaust?

Heyrnarpillan inniheldur 10mg af Vinpocetin en síðan eru hin ýmsu vítamínum og bætiefnum bætt í hylkin. Trúlega verður engum meint af inntöku þessa „lyfs“ en við getum ekki séð að heyrnarskertir geti vænst neins árangurs af töku þessarar næringarblöndu á heyrnina. Því miður.


Við vonum auðvitað að í framtíðinni muni læknavísindum takast að finna leið til að lækna veiklaðar eða ónýtar hárfrumur í innra eyra (aðalorsök heyrnarskerðingar og heyrnarleysis) en sú lækning er ekki enn til staðar. Uppfinning slíks lyfs verður örugglega á forsíðum allra fjölmiðla þegar þar að kemur en ekki aðeins auglýst með vafasömum upphrópunum á lítt þekktum vefsíðum þeirra sem vilja nýta sér löngun heyrnarskertra eftir betri lífsgæðum.hearing loss pill

Ungt fólk getur vænst heyrnarskerðingar

Einn af hverjum fjórum notendum háværra heyrnartóla segjast vera með heyrnarvandamál, sýnir nýleg rannsókn.


Fleiri og fleiri fólk eru með vandamál tengd heyrn. Sérstaklega er ungt fólk í hættu, þar sem þau nota oft hávær heyrnartól. Þetta er a.m.k. raunin hjá ungu fólki í New York, borginni sem aldrei sefur.

Samkvæmt bandarískum rannsóknum er einn af hverjum fjórum ungum New York búum á aldrinum 18-44 með heyrnarskerðingu og heyrnarvandamál er að finna hjá 23% af þeim sem nota hátt stillt heyrnartól í að minnsta kosti fimm daga í viku og a.m.k. fjórar klukkustundir á dag. Allt í allt reynast 16 % fullorðinna New York-búa vera með heyrnarvandamál.

Vísindamenn álykta að ef unglingar nota oft hávær heyrnartól, mega þeir búast við að þurfa að takast á við suð í eyrum eða heyrnarskerðingu í kjölfarið.

headphonesMikil notkun heyrnartóla

Samkvæmt bandarísku rannsókninni hlusta börn, unglingar og yngri fullorðnir oft á tónlist með heyrnartólum á háum hljóðstyrk. Langvarandi hávaði af þessu tagi getur valdið skaða í innra eyra, sem leiðir til heyrnaskerðingar, eyrnasuðs eða hvorttveggja.

Ungt fólk, sem reglulega notar hávær heyrnartól, er meira en tvisvar sinnum líklegra til að vera með heyrnarvandamál en þeir sem gera það ekki.


Um rannsóknina

Rannsóknin er bandarísk könnun frá 2011. framkvæmd af New York City Department of Health .

Fyrir vísindamenn eru skilaboðin skýr: Fólk þarf að lækka hljóðið í heyrnartólum sínum ef það vill vernda eyrun fyrir skemmdum.

LÆKKUM Í TÆKJUNUM !

Heimild : www.upi.com og www.nydailynews.com

Heyrnartap af völdum hávaða afturkræft?

Meðferð til endurnýjunar hárfruma og taugafruma í eyra gæti unnið upp tapaða heyrn vegna hávaða ef meðferð hefst nægilega snemma.

Mikill hávaði s.s. sprengingar og skothvellir geta skaðað kuðung og innra eyra og valdið s.k. hávaða-heyrnarskerðingu (HHS). Eldri rannsóknir hafa yfirleitt haldið fram að HHS væri óafturkræf ef afar viðkvæm uppbygging kuðungs í innra eyra höfðu orðið fyrir skemmdum .

Samkvæmt nýjum rannsóknumn vísindamanna við Stanford læknaháskólann er mögulegt að skemmdir á hár og tauga- frumum af völdum hávaða geti gengið til baka.

Niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framtíðarþróunar lyfja og skurðtækni sem gæti dregið úr varanlegum skaða á kuðungi, ef meðferð er hafin tafarlaust eftir að heyrn skemmist vegna mikils hávaða eða sprenginga.

Margir sem vinna í umhverfi með sprengingum eða háum hvellum, skotveiðimenn og fleiri verða fyrir skaða á heyrn. Eyrnasuð, skemmdir á hljóðhimnu og heyrnartap er oft afleiðing umhverfishávaða, skothvella og sprenginga. Þá eru hermönnum sérstaklega hætt við slíkum skaða en til allra hamingju erum við Íslendingar lausir við svo áhættusöm störf.

Niðurstöður rannsóknarinnar gætu því hafa sérstaka þýðingu fyrir bæði hermenn og óbreytta borgara á stríðshrjáðum svæðum.


Endurnýjun glataðra fruma

Með notkun ákveðinna lyfja fljótlega eftir að skaði verður er mögulegt að lágmarka skaða á eyra og draga úr varanlegu heyrnartapi.

Niðurstöður rannsóknarinnar boða því verulegar framfarir á meðferð heyrnarskerðingar. Rannsakendur vonast til að ná þessu markmiði og byrja tilraunir á mönnum innan 10 ára.

Til þess að ná því markmiði er nauðsynlegt að finna leiðir til að tryggja endurnýjun glataðra hár- og taugafruma í innra eyra. Samkvæmt vísindamönnum er þegar hafin mikilvæg vinna við framkvæmd á þessu merka verkefni.

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu PLoS One. Höfundar eru John Oghalai og hópur vísindamanna frá Stanford University School of Medicine.

Heimild : www.stanforddaily.com

Rannsóknir á heyrn stökk-músa gætu gagnast mönnum.

Kuðungurinn í innra eyra samanstendur af taugafrumum sem umbreyta hljóð í rafmagns skilaboð sem síðan eru send til heilans . Til þess að við getum unnið úr og skilið hljóð , verða þessar taugafrumur að vinna hörðum höndum og sérstaklega þegar við erum í háværu umhverfi .
Vísindamenn frá Purdue háskólanum í Bandaríkjunum hafa rannsakað heyrnarskerðingu í stökkmúsum (chinchillas) og hvernig þau dýr vinna úr hljóði .
Rannsóknin sýnir að í kyrrlátu umhverfi er nánast engin munur á chinchillas með eða án skaða á kuðung.
En í háværu umhverfi geta taugafrumurnar ekki samstillst við hljóð-móttökurásir í heilanum , þar sem þær eru að takast á við of marga hljóðgjafa, sem veldur því að hljóðið verður „dreift og loðið".
Meðhöfundur bandarísku rannsókninni , Michael G. Heinz , lektor í tal- og heyrnarvísindum, segir að raunsærri hljóð-bakgrunn verði að nota til að prófa hvernig eyrað vinnur úr hljóði , en næstum öll heyrnarpróf í dag séu gerð í hljóðlátu umhverfi . 

Stökkmýs eru líkar mönnum

Rannsóknin sýnir að greinilegur munur er á háværu og hljóðlátu hljóð-umhverfi þegar kemur að því hvernig heili músa vinnur úr taugaboðum frá heyrnartaugum eftir því hvernig hljóðbylgjur kóðast í mismunandi rásir í heila og fer einnig eftir mismunandi tíðni hljóðs.

Í rannsóknunum voru stökkmýs (chinchillas) notaðar, þar semþessi dýr hafa heyrnarsvið svipað og í mönnum . Bakgrunns hávaðinn sem notaður var líkti eftir þeim hávaða sem menn myndu upplifa í fjölmennu herbergi .
Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Neuroscience og er talin vera byltingarkennd hvað varðar rannsóknaraðferðina þ.e. að prófa bæði í háværu og hljóðlátu umhverfi.
Heimild : http://www.reporternews.com

 

Unglingar með offitu eru líklegri til að verða fyrir heyrnartapi en aðrir jafnaldrar þeirra.

Unglingar með offitu eru næstum tvisvar sinnum líklegri til að þróa lágmarks - hátíðni heyrnarskerðingu , samkvæmt rannsókn frá Medical Center Columbia University .

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að 15,16 % af offitusjúklingum unglinga , (skilgreindir með líkamsþyngdarstuðul (BMI ) yfir 95 hundraðshlutamörk) , þjáðust af s.k. sensorineural heyrnarskerðingu. Til samanburðar voru aðeins 7.89 % af unglingum í meðalþyngd (samanburðarhópurinn) með heyrnarskerðingu .

" Þetta er fyrsta rannsókn sem sýnir að offita tengist heyrnarskerðingu hjá unglingum , " sagði aðalhöfundur rannsóknarinnar, Anil K. Lalwani , prófessor á skurðdeild Háls- nef og eyrnadeild Háskólasjúkrahúsinu í Columbia University í Bandaríkjunum .

 

Regluleg skimun heyrnar er nauðsynleg

Niðurstöðurnar sýna hversu snemma skaði á innra eyra getur leitt til heyrnarmissis þegar offeitir unglingar verða offeitir fullorðnir. Lalwani mælir með reglulegri skimun heyrnar hjá offitusjúklingum á unglingsaldri .

" Fyrri rannsóknir hafa sýnt að 80 % unglinga með heyrnarskerðingu voru ómeðvitaðir um eigin heyrnarskerðingu. Því ættu unglingar með offitu að fá reglulega heyrnarskimun svo þá megi meðhöndla á viðeigandi hátt til að forðast andleg og hegðunarvandamál, " leggur Lalwani til.

Um rannsóknina

Lalwani og samstarfsmenn hans greindu gögn úr National Health & Nutrition Survey sem unnin var af National Center for Statistics Health of the Centers for Disease Control and Prevention á árunum 2005 og 2006.
Rannsóknin náði til 1.500 unglinga á aldrinum 12-19ára, sem svöruðu spurningum um persónulega og fjölskyldu-sjúkrasögu , hvaða lyf þeir tóku , reykingar, félagslega þætti og sögu um útsetningu fyrir hávaða.

Heimildir : www.medicaldaily.com og www.news-medical.net

Eyrnasuð (tinnitus) leggst þyngra á viðkvæma

Þeir sem eru einmana, áhyggjufullir, taugaveiklaðir, þunglyndir eða upplifa miklar geðsveiflur eru líklegri til að þjást verr af eyrnasuði, samkvæmt nýlegri enskri rannsókn.
Rannsókn, gerð af vísindamönnum hjá National Institute for Health Research (NIHR) Nottingham Hearing Biomedical Research Unit á Englandi, sýnir að þeir sem eru einmana, áhyggjufullir, taugaveiklaðir, þunglyndir eða upplifa miklar geðsveiflur eru líklegri til að kvarta meira undan alvarlegu eyrnasuði.

Niðurstöður benda til að viðkvæmir einstaklingar eigi erfiðara með að glíma við einkenni þessa heyrnarvandamáls. Í lok skýrslu sinnar segja rannsakendur að taugaveiklað fólk eða fólk með „neurotic tendencies" séu viðkvæmari fyrir eyrnasuði en aðrir sjúklingar sem þjást af sjúkdómnum.

Persónuleikaeinkenni sjúklinga skipta máli

Dr. Abby McCormack, sem leiddi rannsóknina, segir: „Það virðist sem persónuleiki sjúklings skipti miklu máli varðandi viðhorf til sjúkdóms og meðferðar hans, og þá einkum með tilliti til þess hvað sjúklingur er meðvitaður um sjúkdóminn og einkenni hans. Meðferð þarf því að miðast við persónuleika sjúklinga svo þeim sé gert kleift að kljást við ástand sitt."

Tinnitus eða eyrnasuð er sjúkdómur sem lýsir sér í tilfinningu eða upplifun á hljóði í eyra, eyrum eða í höfði, venjulega lýst sem són, suði eða flauti.

Hins vegar er afar mismunandi hvernig fólk upplifir eyrnasuð og hversu mikla streitu og óþægindi sjúklingar telja sig líða af völdum þess. Sífellt fleiri rök hníga til þess að upplifun á alvarleika eyrnasuðs tengist náið persónuleikaeinkennum sjúklingsins og því hvernig þeir höndla sjúkdóminn.

Rannsóknin kannaði nýjustu upplýsingar um algengi eyrnasuðs meðal Breta en skoðaði samhliða tengslin milli þess hvernig fólk upplifir einkenni og alvarleika þeirra annars vegar og „taugaveiklun" sjúklinga hins vegar, þ.e.a.s. hversu líklegir sjúklingar voru til að upplifa neikvæðar og streituvaldandi tilfinningar.

Þátttakendur svöruðu fjölda spurninga sem lutu bæði að heyrn og persónleikaeinkennum og einnig var horft til annarra þátta s.s. kyns, aldurs og þjóðfélagsstöðu.

Konur töldu einkennin alvarlegri

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar töldu 16% þátttakenda sig vera með eyrnarsuð á einhverju stigi. Sjúkdómurinn er algengari hjá körlum en konum. En þó svo að karlar séu mun líklegri til að vera með eyrnarsuð þá kvörtuðu konur meira undan sjúkdómnum.

Taugaveiklaðir höfðu mun meiri áhyggjur af eyrnasuði

Einmanaleiki var sá þáttur geðhvarfa eða taugaveiklunar sem sterkust tengsl sýndi vegna alvarlegs eyrnasuðs. Hugsanleg skýring er að þeir sem þjást af sjúkdómnum dragi sig frá félagslífi og upplifi einangrun í kjölfarið.

Rannsóknin byggði á upplýsingum frá meira en 500.000 manns á aldrinum 40-69 ára og var framkvæmd á árunum 2006-2010. Hún var hluti stærri rannsóknar á áhrifum þátta s.s. erfðafræði, umhverfi og lífsstíl á ýmsa algenga sjúkdóma.

Heimild: http://www.nottingham.ac.uk

 

Vegna starfsmannafundar lokum við í dag klukkan 15:30

 

Með kveðju,

Starfsfólk Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar

Samkvæmt World Health Organization (WHO) þjást fleiri en nokkru sinni áður af heyrnarskerðingu sem annað hvort mætti meðhöndla eða koma í veg fyrir.

"Um helming allra tilvika heyrnarskerðingar er auðvelt að koma í veg fyrir eða meðhöndla með snemmtækri greiningu og viðeigandi íhlutun, svo sem skurðaðgerð ígrædds heyrnartækis (kuðungsígræðslu), " sagði Shelly Chadha frá forvarnadeild WHO Department of Prevention of Blindness and Deafness. 

32 milljónir barna þjást

 Með öldrun jarðarbúa áætlar WHO að einn af hverjum þremur eldri en 65 ára - sem er um 165 milljónir manna – þjáist af heyrnarskerðingu .

Þar að auki eru 32 milljónir af þeim sem þjást af heyrnarskerðingu börn undir 15 ára aldri. Þau búa aðallega í fátækum eða lágtekju-löndum í Suður- og Suð-austur Asíu og sunnanverðri Afríku. Í þessum löndum mætti koma í veg fyrir mjög stóran hluta heyrnartaps ef einfaldar eyrnasýkingar væru meðhöndlaðar tímanlega.

Aðrar algengar orsakir heyrnarskerðingar meðal jarðarbúa eru áhrif mikils hávaða, sköddun á eyra eða höfði, öldrun, vandamál á meðgöngu og í fæðingu, erfðaþættir og notkun lyfja sem geta skaðað heyrn .

Heimildir: www.un.org og http://www.unmultimedia.org

 

Lesa meira :
Hvernig koma má í veg fyrir heyrnarskerðingu
Heyrnarskerðing í mismunandi löndum

Hljóðumhverfi skólabarna hefur áhrif á börn og kennara.

Við lifum í sífellt háværari veröld. Börn okkar fara ekki varhluta af þessari þróun og margir hafa áhyggjur af áhrifum sem hávaði og hávært umhverfi getur haft á heyrn barna, málþroska þeirra og námshæfni.

Rannsókn sem framkvæmd var í Gautaborg árið 2004 (á Sahlgrenska sjúkrahúsinu) sýndi að 60% 7 ára barna, sem svöruðu spurningum í tengslum við venjubundna heyrnarmælingu, sögðu að það suðaði og klingdi oft í eyrunum.

Sjö árum fyrr var þessi tala miklu lægri eða aðeins 12 %!
Þetta bendir eindregið til versnandi hljóðumhverfis barna og ekki er ástæða til að ætla að ástandið sé nokkru betra hér á landi.
Skýrsla unnin í samvinnu við National Institude of Public Health, Danmörk, 2002 (aðalhöfundur: Marie Louise Bistrup: "Children and noise") segir eftirfarandi:„Rannsóknir hafa sýnt eftirfarandi áhrif hávaða á námsgetu barna:

Minni einbeitingarhæfni
Minni lestrarhæfni
Minni hæfni í að sjá villur
Minni hæfni í að leysa erfið verkefni (lægri frustrations-þröskuldur)"

Skilaboðin eru skýr, sjá þarf til þess heima og í skóla að börnin geti stundað sitt nám við kyrrlátar aðstæður.

Hávaði hefur áhrif á námsframvindu barna og stöðug hávaðamengun truflar hugræna starfsemi s.s. :

Lestrarfærni
Langtímaminni
Skerðir athygli/einbeitingu
Skerðir heyrnaræna greiningu

 (Alþjóða Heilbrigðisstofnunin, WHO skýrsla)

Og rannsókn birt í "AudioNytt" 2010, fagtímariti heyrnarfræðinga í Svíþjóð (aðalhöfundur: Ann-Cathrine Lindblad) leggur eftirfarandi til málanna:

„Rannsókn á 272 einstaklingum sem leitað höfðu hjálpar vegna tinnitus (eyrnasuðs) og viðkvæmni fyrir hljóðum en höfðu ekki mælst með heyrnarskerðingu. Í ljós kom að kennarar í hópnum höfðu áberandi versnandi virkni í innri hárfrumum kuðungs í eyra. Við samanburð milli starfsstétta innan hópsins hafði kennarahópurinn svipaða talgreiningu í klið og hópur iðnaðarmanna."
Þetta sýnir enn og aftur að hávært umhverfi skólabarna getur hreinlega haft neikvæð áhrif á einbeitingu, heyrn og námsárangur. Og blessaðir kennararnir eru engu betur settir! 

Sjá nánar um hávaða og umhverfi á vef Umhverfisstofnunar: 

http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Heilbrigdiseftirlit/Mæliaðferðir_við_hljóðmælingar_Leiðbeiningar[1].pdf

 

http://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Heilbrigdi-og-orygg/Havadi/Leiðbeiningar_Hljóðvistarkröfur%20í%20umhverfi%20barna_2012.pdf