Fréttir

Rannsóknir á heyrn stökk-músa gætu gagnast mönnum.

Kuðungurinn í innra eyra samanstendur af taugafrumum sem umbreyta hljóð í rafmagns skilaboð sem síðan eru send til heilans . Til þess að við getum unnið úr og skilið hljóð , verða þessar taugafrumur að vinna hörðum höndum og sérstaklega þegar við erum í háværu umhverfi .
Vísindamenn frá Purdue háskólanum í Bandaríkjunum hafa rannsakað heyrnarskerðingu í stökkmúsum (chinchillas) og hvernig þau dýr vinna úr hljóði .
Rannsóknin sýnir að í kyrrlátu umhverfi er nánast engin munur á chinchillas með eða án skaða á kuðung.
En í háværu umhverfi geta taugafrumurnar ekki samstillst við hljóð-móttökurásir í heilanum , þar sem þær eru að takast á við of marga hljóðgjafa, sem veldur því að hljóðið verður „dreift og loðið".
Meðhöfundur bandarísku rannsókninni , Michael G. Heinz , lektor í tal- og heyrnarvísindum, segir að raunsærri hljóð-bakgrunn verði að nota til að prófa hvernig eyrað vinnur úr hljóði , en næstum öll heyrnarpróf í dag séu gerð í hljóðlátu umhverfi . 

Stökkmýs eru líkar mönnum

Rannsóknin sýnir að greinilegur munur er á háværu og hljóðlátu hljóð-umhverfi þegar kemur að því hvernig heili músa vinnur úr taugaboðum frá heyrnartaugum eftir því hvernig hljóðbylgjur kóðast í mismunandi rásir í heila og fer einnig eftir mismunandi tíðni hljóðs.

Í rannsóknunum voru stökkmýs (chinchillas) notaðar, þar semþessi dýr hafa heyrnarsvið svipað og í mönnum . Bakgrunns hávaðinn sem notaður var líkti eftir þeim hávaða sem menn myndu upplifa í fjölmennu herbergi .
Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature Neuroscience og er talin vera byltingarkennd hvað varðar rannsóknaraðferðina þ.e. að prófa bæði í háværu og hljóðlátu umhverfi.
Heimild : http://www.reporternews.com

 

Unglingar með offitu eru líklegri til að verða fyrir heyrnartapi en aðrir jafnaldrar þeirra.

Unglingar með offitu eru næstum tvisvar sinnum líklegri til að þróa lágmarks - hátíðni heyrnarskerðingu , samkvæmt rannsókn frá Medical Center Columbia University .

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að 15,16 % af offitusjúklingum unglinga , (skilgreindir með líkamsþyngdarstuðul (BMI ) yfir 95 hundraðshlutamörk) , þjáðust af s.k. sensorineural heyrnarskerðingu. Til samanburðar voru aðeins 7.89 % af unglingum í meðalþyngd (samanburðarhópurinn) með heyrnarskerðingu .

" Þetta er fyrsta rannsókn sem sýnir að offita tengist heyrnarskerðingu hjá unglingum , " sagði aðalhöfundur rannsóknarinnar, Anil K. Lalwani , prófessor á skurðdeild Háls- nef og eyrnadeild Háskólasjúkrahúsinu í Columbia University í Bandaríkjunum .

 

Regluleg skimun heyrnar er nauðsynleg

Niðurstöðurnar sýna hversu snemma skaði á innra eyra getur leitt til heyrnarmissis þegar offeitir unglingar verða offeitir fullorðnir. Lalwani mælir með reglulegri skimun heyrnar hjá offitusjúklingum á unglingsaldri .

" Fyrri rannsóknir hafa sýnt að 80 % unglinga með heyrnarskerðingu voru ómeðvitaðir um eigin heyrnarskerðingu. Því ættu unglingar með offitu að fá reglulega heyrnarskimun svo þá megi meðhöndla á viðeigandi hátt til að forðast andleg og hegðunarvandamál, " leggur Lalwani til.

Um rannsóknina

Lalwani og samstarfsmenn hans greindu gögn úr National Health & Nutrition Survey sem unnin var af National Center for Statistics Health of the Centers for Disease Control and Prevention á árunum 2005 og 2006.
Rannsóknin náði til 1.500 unglinga á aldrinum 12-19ára, sem svöruðu spurningum um persónulega og fjölskyldu-sjúkrasögu , hvaða lyf þeir tóku , reykingar, félagslega þætti og sögu um útsetningu fyrir hávaða.

Heimildir : www.medicaldaily.com og www.news-medical.net

Eyrnasuð (tinnitus) leggst þyngra á viðkvæma

Þeir sem eru einmana, áhyggjufullir, taugaveiklaðir, þunglyndir eða upplifa miklar geðsveiflur eru líklegri til að þjást verr af eyrnasuði, samkvæmt nýlegri enskri rannsókn.
Rannsókn, gerð af vísindamönnum hjá National Institute for Health Research (NIHR) Nottingham Hearing Biomedical Research Unit á Englandi, sýnir að þeir sem eru einmana, áhyggjufullir, taugaveiklaðir, þunglyndir eða upplifa miklar geðsveiflur eru líklegri til að kvarta meira undan alvarlegu eyrnasuði.

Niðurstöður benda til að viðkvæmir einstaklingar eigi erfiðara með að glíma við einkenni þessa heyrnarvandamáls. Í lok skýrslu sinnar segja rannsakendur að taugaveiklað fólk eða fólk með „neurotic tendencies" séu viðkvæmari fyrir eyrnasuði en aðrir sjúklingar sem þjást af sjúkdómnum.

Persónuleikaeinkenni sjúklinga skipta máli

Dr. Abby McCormack, sem leiddi rannsóknina, segir: „Það virðist sem persónuleiki sjúklings skipti miklu máli varðandi viðhorf til sjúkdóms og meðferðar hans, og þá einkum með tilliti til þess hvað sjúklingur er meðvitaður um sjúkdóminn og einkenni hans. Meðferð þarf því að miðast við persónuleika sjúklinga svo þeim sé gert kleift að kljást við ástand sitt."

Tinnitus eða eyrnasuð er sjúkdómur sem lýsir sér í tilfinningu eða upplifun á hljóði í eyra, eyrum eða í höfði, venjulega lýst sem són, suði eða flauti.

Hins vegar er afar mismunandi hvernig fólk upplifir eyrnasuð og hversu mikla streitu og óþægindi sjúklingar telja sig líða af völdum þess. Sífellt fleiri rök hníga til þess að upplifun á alvarleika eyrnasuðs tengist náið persónuleikaeinkennum sjúklingsins og því hvernig þeir höndla sjúkdóminn.

Rannsóknin kannaði nýjustu upplýsingar um algengi eyrnasuðs meðal Breta en skoðaði samhliða tengslin milli þess hvernig fólk upplifir einkenni og alvarleika þeirra annars vegar og „taugaveiklun" sjúklinga hins vegar, þ.e.a.s. hversu líklegir sjúklingar voru til að upplifa neikvæðar og streituvaldandi tilfinningar.

Þátttakendur svöruðu fjölda spurninga sem lutu bæði að heyrn og persónleikaeinkennum og einnig var horft til annarra þátta s.s. kyns, aldurs og þjóðfélagsstöðu.

Konur töldu einkennin alvarlegri

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar töldu 16% þátttakenda sig vera með eyrnarsuð á einhverju stigi. Sjúkdómurinn er algengari hjá körlum en konum. En þó svo að karlar séu mun líklegri til að vera með eyrnarsuð þá kvörtuðu konur meira undan sjúkdómnum.

Taugaveiklaðir höfðu mun meiri áhyggjur af eyrnasuði

Einmanaleiki var sá þáttur geðhvarfa eða taugaveiklunar sem sterkust tengsl sýndi vegna alvarlegs eyrnasuðs. Hugsanleg skýring er að þeir sem þjást af sjúkdómnum dragi sig frá félagslífi og upplifi einangrun í kjölfarið.

Rannsóknin byggði á upplýsingum frá meira en 500.000 manns á aldrinum 40-69 ára og var framkvæmd á árunum 2006-2010. Hún var hluti stærri rannsóknar á áhrifum þátta s.s. erfðafræði, umhverfi og lífsstíl á ýmsa algenga sjúkdóma.

Heimild: http://www.nottingham.ac.uk

 

Vegna starfsmannafundar lokum við í dag klukkan 15:30

 

Með kveðju,

Starfsfólk Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar

Samkvæmt World Health Organization (WHO) þjást fleiri en nokkru sinni áður af heyrnarskerðingu sem annað hvort mætti meðhöndla eða koma í veg fyrir.

"Um helming allra tilvika heyrnarskerðingar er auðvelt að koma í veg fyrir eða meðhöndla með snemmtækri greiningu og viðeigandi íhlutun, svo sem skurðaðgerð ígrædds heyrnartækis (kuðungsígræðslu), " sagði Shelly Chadha frá forvarnadeild WHO Department of Prevention of Blindness and Deafness. 

32 milljónir barna þjást

 Með öldrun jarðarbúa áætlar WHO að einn af hverjum þremur eldri en 65 ára - sem er um 165 milljónir manna – þjáist af heyrnarskerðingu .

Þar að auki eru 32 milljónir af þeim sem þjást af heyrnarskerðingu börn undir 15 ára aldri. Þau búa aðallega í fátækum eða lágtekju-löndum í Suður- og Suð-austur Asíu og sunnanverðri Afríku. Í þessum löndum mætti koma í veg fyrir mjög stóran hluta heyrnartaps ef einfaldar eyrnasýkingar væru meðhöndlaðar tímanlega.

Aðrar algengar orsakir heyrnarskerðingar meðal jarðarbúa eru áhrif mikils hávaða, sköddun á eyra eða höfði, öldrun, vandamál á meðgöngu og í fæðingu, erfðaþættir og notkun lyfja sem geta skaðað heyrn .

Heimildir: www.un.org og http://www.unmultimedia.org

 

Lesa meira :
Hvernig koma má í veg fyrir heyrnarskerðingu
Heyrnarskerðing í mismunandi löndum

Hljóðumhverfi skólabarna hefur áhrif á börn og kennara.

Við lifum í sífellt háværari veröld. Börn okkar fara ekki varhluta af þessari þróun og margir hafa áhyggjur af áhrifum sem hávaði og hávært umhverfi getur haft á heyrn barna, málþroska þeirra og námshæfni.

Rannsókn sem framkvæmd var í Gautaborg árið 2004 (á Sahlgrenska sjúkrahúsinu) sýndi að 60% 7 ára barna, sem svöruðu spurningum í tengslum við venjubundna heyrnarmælingu, sögðu að það suðaði og klingdi oft í eyrunum.

Sjö árum fyrr var þessi tala miklu lægri eða aðeins 12 %!
Þetta bendir eindregið til versnandi hljóðumhverfis barna og ekki er ástæða til að ætla að ástandið sé nokkru betra hér á landi.
Skýrsla unnin í samvinnu við National Institude of Public Health, Danmörk, 2002 (aðalhöfundur: Marie Louise Bistrup: "Children and noise") segir eftirfarandi:„Rannsóknir hafa sýnt eftirfarandi áhrif hávaða á námsgetu barna:

Minni einbeitingarhæfni
Minni lestrarhæfni
Minni hæfni í að sjá villur
Minni hæfni í að leysa erfið verkefni (lægri frustrations-þröskuldur)"

Skilaboðin eru skýr, sjá þarf til þess heima og í skóla að börnin geti stundað sitt nám við kyrrlátar aðstæður.

Hávaði hefur áhrif á námsframvindu barna og stöðug hávaðamengun truflar hugræna starfsemi s.s. :

Lestrarfærni
Langtímaminni
Skerðir athygli/einbeitingu
Skerðir heyrnaræna greiningu

 (Alþjóða Heilbrigðisstofnunin, WHO skýrsla)

Og rannsókn birt í "AudioNytt" 2010, fagtímariti heyrnarfræðinga í Svíþjóð (aðalhöfundur: Ann-Cathrine Lindblad) leggur eftirfarandi til málanna:

„Rannsókn á 272 einstaklingum sem leitað höfðu hjálpar vegna tinnitus (eyrnasuðs) og viðkvæmni fyrir hljóðum en höfðu ekki mælst með heyrnarskerðingu. Í ljós kom að kennarar í hópnum höfðu áberandi versnandi virkni í innri hárfrumum kuðungs í eyra. Við samanburð milli starfsstétta innan hópsins hafði kennarahópurinn svipaða talgreiningu í klið og hópur iðnaðarmanna."
Þetta sýnir enn og aftur að hávært umhverfi skólabarna getur hreinlega haft neikvæð áhrif á einbeitingu, heyrn og námsárangur. Og blessaðir kennararnir eru engu betur settir! 

Sjá nánar um hávaða og umhverfi á vef Umhverfisstofnunar: 

http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Heilbrigdiseftirlit/Mæliaðferðir_við_hljóðmælingar_Leiðbeiningar[1].pdf

 

http://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Heilbrigdi-og-orygg/Havadi/Leiðbeiningar_Hljóðvistarkröfur%20í%20umhverfi%20barna_2012.pdf

 

Íslensk rannsókn hefur sýnt að eldri menn með heyrnartap hafa hækkaða dánartíðni. Notendur heyrnartækja sýna hins vegar svipaða dánartíðni og aðrir.

Vísindamenn hafa rannsakað tengsl milli heyrnar- og sjónskerðingar og dánartíðni. Könnunin sýnir að eldri menn með heyrnarskerðingu, eða samsetta heyrnar- og sjónskerðingu, eru líklegri til að deyja innan fimm ára tímabils en aðrir.

Meiri áhætta

Samanborið við karla án heyrnar- eða sjónskerðingar mælast menn með bæði heyrnar- og sjón- skerðingu með aukna hættu á að deyja af ólíkum orsökum, en menn sem einungis höfðu heyrnartap voru með auknar líkur á að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum en aðrir hópar.Meðal fólks með heyrnarskerðingu eða samsetta heyrnar- og sjónskerðingu, voru notendur heyrnartækja að jafnaði eldri og með alvarlegra heyrnartap. Á hinn bóginn voru heyrnartækjanotendur almennt í verulega minni hættu á að deyja en þeir sem ekki nota heyrnartæki.

Konur

Í könnuninni var ekki hægt að finna tölfræðilega marktæk tengsl milli heyrnartaps eða sjónrænnar skerðingar og dánartíðni meðal kvenna.
Rannsóknin náði til 4.926 íslenskra einstaklinga á aldrinum 67 eða eldri. Meðal þátttakenda voru 25,4% með heyrnarskerðingu, 9.2 % höfðu sjónskerðingu og 7% höfðu bæði sjón- og heyrnarskerðingu.
Könnunin „Skerðing á heyrn og sjón og áhrif á dánartíðni hjá eldri fólki : AGES - Reykjavik Study" var birt í tímaritinu Age and Ageing, Oxford Journals, í ágúst 2013.

Heimildir: http://ageing.oxfordjournals.org og www.ncbi.nlm.nih.gov

Rannveig Magnúsdóttir skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 6. desember síðast liðinn.

Þar segir hún meðal annars: 

„Fjöldi heyrnarskertra og þeirra sem þurfa á textavarpi að halda er talinn vera um 40 - 50.000 manns og fer ört vaxandi. Hvernig getur RÚV tekið sér það vald að velja og hafna fyrir heyrnarskerta? Hvernig getur það viðgengist hjá ríkisreknum fjölmiðli á borð við RÚV að beinlínis valda einangrun heyrnarskertra, rétt eins og um sakamenn sé að ræða?

Hægt er að skoða greinina með því að smella hér.

 

Of feitir unglingar eru líklegri til að verða fyrir heyrnartapi en jafnaldrar þeirra

Unglingar sem glíma við offitu eru næstum tvisvar sinnum líklegri til að þróa lágmarks - hátíðni heyrnarskerðingu, samkvæmt rannsókn frá Medical Center Columbia University.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að 15,16% af offitusjúklingum á unglingsaldri, (skilgreindir með líkamsþyngdarstuðul (BMI ) yfir 95 hundraðshlutamörk), þjáðust af samskonar „sensorineural heyrnarskerðingu." Til samanburðar voru aðeins 7.89% unglinga í meðalþyngd (samanburðarhópurinn) heyrnarskertir.

„Þetta er fyrsta rannsókn sem sýnir að offita tengist heyrnarskerðingu hjá unglingum," sagði aðalhöfundur rannsóknarinnar, Anil K. Lalwani, prófessor á skurðdeild háls- nef og eyrnadeildar Háskólasjúkrahússins í Columbia University í Bandaríkjunum.

Regluleg skimun heyrnar er nauðsynleg

Niðurstöðurnar sýna hversu fljótt skaði á innra eyra getur leitt til heyrnarmissis þegar of feitir unglingar halda áfram að vera of feitir þegar komið er á fullorðinsaldur. Lalwani mælir með reglulegri skimun heyrnar hjá offitusjúklingum á unglingsaldri.

„Fyrri rannsóknir hafa sýnt að 80% heyrnarskertra unglinga voru ómeðvitaðir um eigin heyrnarskerðingu. Því ættu unglingar sem glíma við offitu að fá reglulega heyrnarskimun svo hægt sé að meðhöndla þá á viðeigandi hátt til að forðast andleg vandamál og hegðunarvandamál" leggur Lalwani til.

Um rannsóknina

Lalwani og samstarfsmenn hans greindu gögn úr National Health & Nutrition Survey sem unnin var af National Center for Statistics Health of the Centers for Disease Control and Prevention á árunum 2005 og 2006. Rannsóknin náði til 1.500 unglinga, á aldrinum 12-19 ára, sem svöruðu spurningum um persónulega- og fjölskyldusjúkrasögu, hvaða lyf þeir tækju, reykingar, félagslega þætti og sögu um útsetningu fyrir hávaða.

Heimildir : www.medicaldaily.com og www.news-medical.net

Málhelti og málstol af völdum sjúkdóma er eitt af viðfangsefnum talmeinafræðinga. Fjölmargir Íslendingar glíma við þessa fötlun til skemmri eða lengri tíma. Við vekjum athygli á góðri grein séra Baldurs Kristjánssonar sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 16.nóvember. Þar fjallar Baldur um þá fordóma sem hann hefur sjálfur orðið var við gegn málhöltum. En gefum Séra Baldri orðið:

Í dag hefst Kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Ég sem fulltrúi vígðra manna í Suðurprófastsdæmi hyggst sitja þingið. Það er þó ekkert sjálfsagt.

Ég fékk heilastíflu, slag eða heilablæðingu eða hvað við eigum að kalla það í febrúar sl. Ef ekki væri fyrir hárrétt viðbrögð dóttur minnar 9 ára, starfsfólks sjúkrabíls, starfsfólks og lækna á taugadeild og taugaskurðdeild Fossvogsspítala væri ég búinn að vera dauður lengi. Síðan tók við frábær umönnun Grensáss og síðar nærsamfélags.

Ég virðist ætla að ná bærilegri heilsu þó vafi leiki á einu, tali, og þá kem ég að þeirri framhleypni minni að ætla að mæta á vinnuþing og málþing kirkjunnar sem fulltrúi altalandi fólks.

Skylt er að taka það fram að það virðist vera hluti af meðferðinni að telja sjúklingum trú um að þeir geti mikið og geti meira fljótlega. Þannig hef ég alltaf staðið í þeirri trú að ég yrði altalandi fljótlega. Slík trú heldur í manni lífinu.

Á hverju ári fá 400 Íslendingar slag (samheiti), rúmlega einn á dag. Margir þeirra verða málstola um lengri eða skemmri tíma.

Fyrir utan þá sem veikjast eiga margir erfitt um mál. Eru með einhverjum hætti málhaltir. Þá eru ótaldar allar þær milljónir sem búa þar sem móðurmál þeirra er ekki viðurkennt. Á Íslandi einu tugþúsundir. Allt þetta fólk býr við þau ósköp að geta ekki tjáð sig nema þá hægt og "illskiljanlega".

Mínir eigin fordómar. Er það ekki svo, Baldur, að þú hugsar hægar og ógreinilegar og þess vegna talar þú svona hægt? spurði mig hreint út vel meinandi og vel gerður maður og þá runnu upp fyrir mér mínir eigin fordómar. Fólk setur nefnilega samasemmerki milli málhraða (tækni) og greindar eða færni. Sá sem ekki talar af færni er illa gefinn, hvort sem það er málstol af völdum heilaröskunar eða vegna skorts á móðurmáli.

Þetta fólk dregur sig því í hlé smám saman, stór hluti af því.
"Hefurðu látið einhvern úr fjölskyldunni sýna þér þetta, vinur?" er svarið sem ég fæ frá vel meinandi ráðgjafa hjá símafyrirtæki. Viðmót fólks snarbreytist þegar maður fer að tala og sæmdarheitið "vinur" verður áberandi. Fólk vill vera gott við mann. Það rann upp fyrir mér að ég hef haft svipaða afstöðu til fólks.

Lagt greind og málfærni að jöfnu.

Það er lágmark að fólk sé meðvitað um þetta. Útlendingar eru að jafnaði eins vel gefnir og innfæddir. Þeir sem verða fyrir heilaröskun missa ekki hæfileikann til rökréttrar hugsunar þó að hæfileikinn til tjáskipta skerðist oft tímabundið og þá oft vegna talfæra eða boða til þeirra. Hjá sjálfum mér hefur gerst það sama og hjá mörgum öðrum. Samfara æfingum hefur greindarvísitala mín hækkað. Óþarfi að liggja á því.
Ég mun því sitja kirkjuþing sem fulltrúi vígðra í Suðurkjördæmi en einnig sem fulltrúi allra þeirra sem ekki geta tjáð sig eins og áður. Fulltrúi þeirra málhöltu. Ég vona að sem flestir þeirra komi sem oftast og sem mest fram í dagsljósið. Ég er laus við fordóma í garð þeirra sem tala hægt eða ógreinilega. Það er frekar að ég hafi komið mér upp fordómum í garð þeirra sem tala of hratt. En það er efni í aðra grein.