Fréttir

 

Þunglyndi meðal fullorðinna eykst í réttu hlutfalli við versnandi heyrn

 

Heyrnartap er eitt algengasta, langvinna heilsufarsvandamál Bandaríkjanna, og ný rannsókn leiðir í ljós að jafnvel minniháttar heyrnatap getur haft neikvæð áhrif á andlega heilsu.

  • Vísindamenn komust að því að konur með heyrnarskerðingu voru líklegri til að tilkynna um þunglyndi en karlar með heyrnartap.
  • Rannsóknin sýndi sterk tengsl á milli heyrnarskerðingar og þunglyndis nema meðal þeirra sem greindir eru alveg heyrnarlausir.
  • Þessi rannsókn sýnir jafnframt fram á að notkun heyrnartækja var tengt við lægra hlutfall þunglyndis meðal heyrnarskertra þátttakenda.

"Ræddu við lækninn þinn um áhyggjur af heyrninni. "

Þessa rannsókn leiddi Chuan -Ming Li , MD , PhD, National Institute on Deafness and Other Communication Disorders í Bethesda , Maryland.

Rannsakendur skoðuðu gögn um fullorðna yfir 18 ára aldri er höfðu tekið þátt í National Health and Nutrition Examination Survey ( NHANES ) . Þátttakendur sjálf-greindu þunglyndi og heyrnarskerðingu, nema þátttakendur eldri en 70 ára, sem fengu heyrnarmælingar .

Læknarnir komust að því að hlutfall fólks sem greinist með þunglyndi hækkar með aukinni heyrnarskerðingu þess, nema meðal þátttakenda sem eru alveg heyrnarlausir.

Gögnin sýndu að alvarlegt þunglyndi var tilkynnt af 4,9 prósent þátttakenda með framúrskarandi heyrn , 7.1 prósent fólks með góða heyrn og 11,4 prósent af þeim sem greinast með óverulega eða verulega heyrnarskerðingu.

Rannsakendur benda á að það voru engin tengsl milli þunglyndis og sjálf-greindrar heyrnarskerðingar meðal karlkyns þátttakenda eldri en 70 ára. Hins vegar fundu þeir marktæk tengsl á milli miðlungs heyrnarskerðingar (á 35 til 50 desíbel) - og þunglyndis hjá eldri konum .

Heyrnarskertar konur þunglyndari en karlar ?

Rannsóknin leiddi í ljós að 14,7 prósent kvenna með heyrnarskerðingu greindust með þunglyndi, samanborið við 9 prósent heyrnarskertra karla.

Heyrnarlausir þátttakendur í þessari rannsókn greindust með lægsta stig þunglyndis af öllum hópnum, með aðeins 0,06 prósent skráð tilfelli þunglyndis.

Höfundar rannsóknarinnar telja að heilbrigðisstarfsfólk geti veitt betri umönnun með því að viðurkenna að sterk tengsl geta verið á milli nýrnastarfsemi, heyrnar og þunglyndis meðal fullorðinna á öllum aldri og ekki síst meðal kvenna.

Heyrnartæki hjálpa !

Gögnin sýndu einnig að hlutfall þunglyndis var lægra meðal þeirra sem nota heyrnartæki en meðal þeirra sem ekki nota heyrnartæki . Alls 9.1 prósent af notendum heyrnartækja voru þunglyndir, samanborið við 11,7 prósent þeirra sem ekki nota heyrnartæki. Heyrnartækin (bætt heyrn) virðast því vinna gegn þunglyndis-einkennum.

Höfundarnir vekja þó athygli á því að þeir telja rannsóknina takmarkast af skorti á heyrnarmælingum hjá þátttakendum yngri en 70 ára, en hjá þeim var stuðst við sjálf-greint heyrnartap þeirra. Slík aðferðarfræði getur haft áhrif á niðurstöður.

Rannsókn þessi birtist 6 mars s.l. í JAMA Otolaryngology.

Smellið á eftirfarandi hlekk eða myndina neðst í greininni til að sjá danska fréttaþáttinn sem greinin fjallar um:

 

http://www.tv2fyn.dk/arkiv/2012/10/17?video_id=55483&autoplay=1

 

Nýlega birti TV2 sjónvarpsstöðin í Danmörku þátt um ígrædd heyrnartæki og árangur aðgerðarinnar. Ígræðsluþeginn var 46 ára gömul kona á Fjóni, Gunne Berge, en hún hafði misst heyrnina í kjölfar heilahimnubólgu á unga aldri og verið algjörlega heyrnarlaus síðustu árin. Gunne hafði lært varalestur og gat því að hluta til fylgst með einum viðmælanda og tjáð sig með raddmáli en taldi lífsgæði sín mundu batna verulega ef hún næði aftur heyrn. Hún vildi ná heyrn sem gerði henni kleift að fylgjast með umræðum, geta talað í síma, tekið þátt í félagslífi og stundað atvinnu, en Gunne hafði átt erfitt með að fá atvinnu við hæfi þar sem danskir atvinnurekendur töldu mikla annmarka á því að ráða heyrnarlausan einstakling til vinnu.

En sjón er sögu ríkari. Fylgst er með undirbúningi fyrir aðgerð, aðgerðinni sjálfri og loks er viðtal við Gunne um árangur aðgerðarinnar 3 mánuðum síðar.

 

Því miður er fréttaþáttur þessi á dönsku og einungis er danskur texti við mál Gunne sjálfrar. Við vinnum í því að setja íslenskan texta við allt myndbandið.

GunneBergeVideoer om CI

Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir Heyrnar-, og talmeinastöðvar Íslands, segir að þróun heyrnaskerðinga hérlendis sé svipuð og á öðrum Norðurlöndunum. Nú séu mun fleiri sem nota heyrnartæki en á árum áður og stafar það meðal annars af notendavænni tækjum sem eru í boði.Ingibjörg-Hinriksdóttir-300x200

 

Ingibjörg er menntaður háls-, nef-, og eyrnalæknir og sérfræðingur í heyrnarfræðum. Hún útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands árið 1988 og hefur unnið við fagið síðan þá og gegnt stöðu yfirlæknis Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar frá árinu 2002.

 

„Þegar ég var í námi fannst mér sá hluti þess sem snerti heyrn ákaflega áhugaverður og ákvað að sérhæfa mig á því sviði, ég kom síðan heim úr námi frá Svíþjóð 1997. Þá lágu í loftinu miklar breytingar í faginu og það var margt nýtt að gerast á þeim tíma. Miklar tækniframfarir varðandi heyrnartæki og búnað þeim tengdum, eyrnaaðgerðum og kuðungsígræðslum. Við horfum mikið til Norðurlandanna en þar voru að verða algengari kuðungsígræðslur fyrir mikið heyrnarskerta einstaklinga sem olli sannkallaðri byltingu fyrir þá sem voru nánast heyrnarlausir. Þessi tæki hafa reynst vel fyrir börn og fullorðna og er áhugavert að fylgjast með þróun á tækjum, tækni og aðgerðum í tengslum við ígræðslurnar," útskýrir Ingibjörg og segir jafnframt;

„Fyrstu aðgerðirnar af þessu tagi í heiminum voru framkvæmdar á almenningi upp úr 1980 en fram að því höfðu aðgerðirnar verið gerðar í þróunar- og rannsóknarskyni í nokkur ár. Hér á landi hefur það aukist jafnt og þétt að einstaklingar nýti sér þennan möguleika. Fyrstu árin sendum við sjúklinga héðan til Noregs í kuðungsígræðsluaðgerðir en frá árinu 2000 hafa aðgerðirnar verið gerðar í samstarfi við Karolínska háskólasjúkrahúsið í Huddinge í Svíþjóð. Nú er einn íslenskur eyrnaskurðlæknir hér á landi að sérhæfa sig í slíkum aðgerðum og mun hann taka þær að sér hér heima þegar hann lýkur þjálfun. Hérlendis hafa 72 einstaklingar farið í slíka aðgerð, eða um 4-5 einstaklingar á ári sem er svipuð prósenta og á hinum Norðurlöndunum."

 

Um 10 þúsund manns með heyrnartæki

Á Íslandi eru ekki til góðar rannsóknir um heyrnarheilsu og þróun hennar hér á landi.

„Notkun heyrnartækja hefur aukist hérlendis en það má áætla að um tíu þúsund notendur séu hér á landi sem er undir þörfinni. Það er eðlilegra að um 15-17 þúsund manns væru með heyrnartæki en það eru þó áætlaðar tölur.

Heyrnartæki eru alltaf að verða betri og betri og hljóðið í þeim betra. Þau eru orðin þægilegri í notkun en áður. En engin tæki gefa þó fulla heyrn, hvorki hefðbundin tæki né ígrædd tæki eins og til dæmis kuðungsígræðslutæki. Öll tæki breyta utanaðkomandi hljóðum í rafrænt form þannig að fólk heyrir ekki eins og með náttúrlegri heyrn. Þó er sífellt betri hljóðvinnsla í tækjunum," segir Ingibjörg.


Heyrn og málþroski helst í hendur

Árið 2007 hófst skimun á heyrn hjá nýburum hérlendis en eitt til tvö börn af hverjum þúsund fæðast með heyrnarskerðingu sem getur hindrað eða tafið málþroska. Á Íslandi eru nú um 150 börn á aldrinum 0-18 ára með heyrnartæki.

„Vegna þessa samstarfsverkefnis okkar og Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og fleiri heilbrigðisstofnana þá höfum við mjög góðar upplýsingar um heyrn barna sem hafa fæðst frá þessum tíma. Þannig greinast þau börn sem fæðast með heyrnarskerðingu mun fyrr og það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir barnið, ekki hvað síst fyrir málþroskann, að hægt sé að hefja viðeigandi rannsókir í kjölfar skimunar við fimm daga skoðun," segir Ingibjörg og bætir við:

„Ef eitthvað er að heyrn barnsins þá kemur það í frekari greiningu hingað til okkar á Heyrnar- og talmeinastöðina í umfangsmeiri mælingar. Sum börn eru allt niður í þriggja mánaða þegar þau fá fyrstu heyrnartækin sín. Hjá okkur fá foreldrar einnig ráðleggingar um samskipti við barnið og hvernig þau geta gert börnin sín meðvituð um hljóð með því að hlusta eftir þeim. Hlustun er undirstaða máltöku og því er þessi þáttur mjög mikilvægur. Mikið heyrnarskertum börnum og fjölskyldum þeirra vísum við til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra sem sér um kennslu í íslensku táknmáli. Það er mikilvægt fyrir allan þroska barnsins að hafa mál sem það getur notað til samskipta við aðra."


Mikilvægt að skýla sér fyrir hávaða

Heyrnarskerðing á sér oftast stað á löngu tímabili og er ekki í öllum tilfellum aldurs- eða erfðatengd. Þannig er fólk sem er á einhverjum tímapunkti í miklum hávaða, þó ekki sé nema í stuttan tíma, frekar útsett fyrir því að fá heyrnarskerðingu á lífsleiðinni.

„Við þurfum að veita meiri fyrirbyggjandi fræðslu almennt varðandi heyrnina og efla forvarnir í þessum málaflokki. Fólk þarf að vera meðvitað hvernig það getur skýlt heyrninni eins og til dæmis á tónleikum. Margir tónlistarmenn nota ákveðna gerð heyrnarhlífa, sumir þeirra koma hingað til okkar og fá sérstaka tappa smíðaða sem passa í hlust þeirra, tapparnir lækka umhverfishljóð um ákveðin desibel til að vernda heyrnina. Það er mjög mikilvægt að forða börnum frá hávaða eins og til dæmis í heyrnartólum og spilurum sem þau ganga með dagsdaglega en í flestum þeirra er hægt að stilla tækin svo að hljóðið verði ekki of hátt og að þau fari ekki yfir ákveðinn styrk," útskýrir Ingibjörg og segir jafnframt:

„Síðan eru margir sem starfa mikið í hávaða eins og til dæmis iðnaðarmenn og því er mikilvægt fyrir þennan hóp að vera duglegan að verja sig með hlífum. Það eru margir sem halda að þó að þeir hafi verið stutt í hávaða að þá hafi það ekki áhrif á heyrnina en það safnast upp í gegnum lífið skemmd sem verður á hárfrumum í kuðungi innra eyrans sem veldur síðan heyrnartapi. Þannig geta til dæmis skotveiðimenn sem fara nokkrum sinnum á ári í veiði og skýla ekki eyrunum verið komnir með suð og skerðingu á heyrn eftir örfá ár og það er mjög sorglegt."


Eyrnasuð og úrræði

Samkvæmt erlendum rannsóknum eru um 15-20 prósent einstaklinga með eða fá eyrnasuð einhvern tíma á lífsleiðinni og má því áætla að um 50 þúsund landsmanna hrjáist af eyrnasuði af einhverju tagi.

„Þetta er mismikið hjá fólki og misjafnt hversu mikið það truflar fólk. Eyrnasuð getur komið til af mörgum toga, til dæmis út af heyrnarskerðingu, átt upptök í vöðvabólgu í kringum kjálkaliði, getur verið afleiðing lyfjatöku, vegna hás blóðþrýstings og vegna hávaðaheyrnartaps. Það getur einnig verið ættgengt og algengt er að fólk sem þjáist af kvíða og þunglyndi séu með þennan kvilla. Stundum gengur að hjálpa fólki en í öðrum tilfellum er það erfitt og sumir læra að halda því frá sér þannig að það hefur lítil áhrif á líf þeirra. Þar hefur hugræn atferlismeðferð reynst fólki vel. Það er þó ekki á færi eins aðila að höndla meðferð við eyrnasuði þar sem þetta er flókið fyrirbæri og margir þættir sem spila inn í, teymisvinna margra mismunandi sérfræðinga er skilvirkasta meðferðin og gefur bestan árangur."

Það er margt sem heyrnarskerðing hefur í för með sér fyrir fólk en í dag eru til ýmsar leiðir til að bæta lífsgæði fólks sem búa við hana.

„Það er margt sem hægt er að gera til að auðvelda fólki að lifa með heyrnarskerðingu. Þannig er til dæmis hægt að gera ráðstafanir til að draga úr hávaða til dæmis að setja filter undir stóla til að minnka skarkala þegar þeir eru færðir til, setja gardínur úr þykku efni fyrir glugga til þess að það glymji minna í rýmum og til er ýmis hjálparbúnaður sem hægt er að tengja við heyrnartæki svo sitthvað sé nefnt. Það hafa því verið gríðarlegar framfarir á þessu sviði undanfarna áratugi en þó er alltaf gott að hafa í huga að það er ekkert sem kemur í stað eðlilegrar náttúrlegrar heyrnar," segir Ingibjörg.

 

Greinin birtist í tímaritinu Ský og er birt með leyfi höfundar.

Texti: Erla Gunnarsdóttir Mynd: Geir Ólafsson

Heyrnarskerðing getur haft áhrif á persónuleika eldra fólks

Nýleg sænsk rannsókn sýnir að heyrnarskerðing getur haft djúpstæð áhrif á persónuleika og félagslíf aldraðra.

Það er alkunna að fólk verður heimakærara með aldrinum og fer minna út á meðal fólks. Þessi breyting á persónuleika er þó sýnu algengari meðal fólks með heyrnartap. Lausnin er að viðurkenna vandann og meðhöndla heyrnarskerðingu aldraðra, segja vísindamenn.

einmana

Heyrnarskerðing hefur áhrif persónuleika

Í rannsókn sem gerð var af sænskum vísindamönnum voru rannsakaðir 400 einstaklingar á aldrinum 80-98 ára yfir sex ára tímabil. Á tveggja ára fresti voru aldraðir metnir með tilliti til líkamlegrar og andlegrar líðanar sem og persónuleika-einkenna s.s. félagslyndis og tilfinningalegs stöðugleika.
Á því sex ára tímabili, sem vísindamennirnir skoðuðu, sáu þeir að jafnvel þótt tilfinningalegur stöðugleiki þátttakenda haldist óbreyttur, þá dró mjög úr félagslegri þátttöku fólks í hópnum. Vísindamönnunum þótti tíðindum sæta að þeir gátu ekki tengt breytingu á persónuleika til líkamlegrar hrörnunar eða vitglapa eða þá erfiðleika við að finna félagsstarf við hæfi eldra fólks.

Eini þátturinn sem rannsakendur gátu tengt við minni félagsfærni þeirra sem rannsakaðir voru var heyrnarskerðing. Samkvæmt vísindamönnunum sýna niðurstöðurnar ljóslega að heyrnarskerðing hefur bein áhrif á lífsgæði aldraðra hvað varðar félagslega þátttöku. Ennfremur varpar rannsóknin ljósi á þróun persónuleika á efri árum.

Heyrnartæki auka vellíðan og velferð

Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi þess að viðurkenna og meðhöndla tapaða heyrn meðal eldri t.d. með heyrnartækjum.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að félagslyndir einstaklingar eru ánægðari með líf sitt. Þó að vísindamenn geti ekki sannað orsakasamhengi, telja þeir samt afar líklegt að tengslin á milli heyrnarskerðingar og félagslegrar hlédrægni ógni velferð eldra fólks.

Um rannsóknina

Rannsóknin var gerð af vísindamönnum við sálfræðideild háskólans í Gautaborg, Svíþjóð og birtist í Journal of Personality.
Heimild: www.eurekalert.org

Heyrnartækin eru dýrmætari en leikföngin

 

Við vekjum athygli á fróðlegum þætti sem var á Rás 1 á RÚV nýlega. Þar er rætt við heyrnarskertan dreng sem greindist með verulega heyrnarskerðingu við 6 ára aldur. Einnig er rætt við Laufey Herbertsdóttur, heyrnartækni á HTÍ, um heyrnarmælingar og fleira.

Þáttinn má heyra með því að fara á eftirfarandi slóð og spila þáttinn. Kaflinn um heyrnarskerta drenginn er síðari hluti upptökunnar og hefst á 18. mínútu þáttarins:

http://www.ruv.is/sarpurinn/folk-og-fraedi/11052014

 

Hægt er að draga bendilinn eftir sleðanum neðst á skjá spilarans (sjá mynd) unz réttur staður er fundinn og spila síðan. Njótið vel!

2014-05-14 08 49 12-Fólk og fræði   RÚV

UNI-DEX: Einföld og handfrjáls bluetooth-tenging heyrnartækja við síma og fleiri raftæki

 

UNI-DEX – tengist Widex heyrnartækjum með einfaldri Plug & Play tengingu.

Í dag lifum við heimi þar sem rafræn tæki tengja okkur við umhverfið í gegnum Wi-Fi eða Bluetooth. Í kjölfarið hefur þörfin aukist fyrir notendur heyrnartækja að geta tekið þátt í þessari tæknibyltingu. Við í heyrnartækjaiðnaðnum gerum miklar kröfur fyrir sveigjanleg tengsl sem geri mögulegt að heyrnartæki geti átt samskipti við önnur rafeindatæki. Með UNI-DEX kynnir Widex nýjan aðila í Dex fjölskyldu framleiðandans sem býður upp á þennan valmöguleika. Widex hefur leitast við að lausnin sé sem einföldust í notkun.
UnidexAuglys

 

UNI-DEX er borið um hálsinn og er einföld Plug & Play lausn sem auðveldlega tengist hvaða tæki sem er í gegnum a 3.5mm innstungu. Innbyggður hljóðnemi í UNI-DEX leyfir þér að tala handfrjálst í símann ef þú ert með UNI-DEX um hálsinn. UNI-DEX er auðveld leið til að tengja mörg mismunandi rafeindatæki og senda skýr hljóð beint til Widex heyrnartækja. Það tekur aðeins1 klukkustund að hlaða Uni-Dex og þá er hægt að hlusta á allt að 40 klst af tónlist frá tengdum hljómflutnings-tækjum/raftækjum.

 

Til að fræðast meira um UNI-DEX, getur þú haft samband við okkur hjá Heyrnar-og talmeinastöðinni eða sent okkur tölvupóst (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og þú getur einnig fengið meiri upplýsingar á vefsíðu Widex: www.widex.dk

 

Bestu heyrnartækin 2013-2014 ?

Vörumerkin sem Heyrnar-og talmeinastöði Íslands býður í efstu sætunum!

Richard W Andrew er heyrnarfræðingur í Englandi, sem heldur úti vefsíðu þar sem hann ber saman mismunandi tegundir heyrnartækja á markaðnum. Í síðustu úttekt sinni, sem hann birti s.l. haust, kynnir hann lista yfir þau heyrnartæki sem hann telur best í sínum flokki.

Hann skiptir tækjum í 3 flokka eftir gæðum og verði og velur síðan tegundir í hverjum flokki fyrir sig. Okkur til mikillar ánægju raða þau vörumerki/tæki, sem HTÍ býður íslenskum neytendum, sér í efstu sætin í öllum verðflokkum. Sum tækin sem birtast á listanum eru ekki fáanleg á Íslandi og við ábyrgjumst ekki með neinu móti niðurstöður sérfræðingsins en birtum þetta meira til gamans og fróðleiks.

Phonak – Siemens - Widex tækin koma sterkt út!

Í efsta verðflokki eru 3 framleiðendur sem við seljum tæki frá. Efsta sætið hreppa tæki frá Phonak; PhonakQ90heyrnartaekiPhonak Virto Q 90, Phonak Audeo Q 90, Phonak Naida Q 90 og Phonak Bolero Q 90. Richard segir þau halda toppsætinu frá fyrra ári en hann leggur einnig áherslu á að dýrustu og bestu tækin þurfa hreint ekki að vera best fyrir alla notendur. Það er mjög persónubundið hvaða tegund tækja passar heyrnarskerðingu hvers einstaklings best. Þetta ber að hafa í huga við val á tækjum.

 

Í öðru sæti kemur tæki frá SIEMENS, Mi 7, sem einnig er selt hjá HTÍ. Þessi tæki voru ekki í topp 5 á síðasta ári svo að Siemens hefur greinilega bætt tækin verulega (einsog við vitum reyndar mætavel).

Þá er tækið Clear 440 frá WIDEX einnig á topp-5 listanum hjá Andrew. Hann segir Widex hafa átt tæki í efstu sætum síðustu 8 árin og þeir séu viðurkenndur framleiðandi hágæðatækja. Widex er einnig eitt af vörumerkjum Heyrnar- og talmeinastöðvar.

SiemensMi7heyrnartaekiWidexDream440heyrnartaeki

 

 

 

 

 

Tæki í lægri verðflokkum

Í mið-verðflokki (tæki sem bjóða ekki alveg sömu tæknilegu lausnir og þau dýrustu) skora tæki frá okkar framleiðendum einnig hátt; Enn raða tæki frá okkar framleiðendum sér í efstu sætin: Phonak Bolero 70, Phonak Virto 70, Siemens Mi 5 og Widex Mind 330.
Hann segir þó að sér finnist þessi miðju-verðflokkur vera nokkuð erfiður vegna þess að hann ráðleggi oft skjólstæðingum sínum að kaupa annaðhvort ódýrustu tækin eða fara þá alveg upp í þau dýrustu, sem bjóði mestu tæknina og samskiptalausnir. Miðjuflokkurinn sé að hans mati kannski aðeins of dýr miðað við þá viðbótarkosti sem þessi tæki beri, en ekki nógu ódýr til að réttlæta skort á ýmsum viðbótarkostum eða tækniatriðum.

Lægsti verðflokkur

Þessi verðflokkur er í uppáhaldi hjá hr Andrew. Hann segir: „Minn uppáhalds-flokkur og hér færðu kannski mest fyrir peninginn. Mörg virkilega góð heyrnartæki falla í þennan flokk, oft á allt að helmingi lægra verði en tæki í hæsta verðflokki, en gæðin geta jafnvel verið 80% af þeim dýru“.

Í þessum flokki mælir hann enn með tækjum frá Widex (Mind 220) og Phonak (Naida Q 50, Bolero Q 50, Audeo Q50)

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands er stolt af því að geta boðið hágæða tæki frá þessum þremur topp-framleiðendum. Allar upplýsingar um tækin má finna hér á vefsíðunni (sjá Vörur) eða hafa samband við heyrnarfræðinga okkar.

Heyrnarskert börn sýna meiri þreytumerki

Áhrif heyrnarskerðingar eru greinileg hjá börnum á skóla-aldri

sofandi nemandi

Í nýlegri rannsókn sem birtist í The American Journal of Audiology (Des 2013), sýna niðurstöður að heyrnarskert börn á skóla-aldri sýna marktækt meiri þreytumerki en vel heyrandi jafnaldrar þeirra. Rannsakendur notuðu kvarða sem skoða sérstaklega þreytu og lífsgæði (Pediatric Quality of Life Inventory Multidimensional Fatique Scale) til að meta börn með og án heyrnarskerðingar. Í ljós komu víðtæk áhrif heyrnarskerðingar á almenna þreytu, andlega þreytu, meiri þreytu eftir svefn/hvíld o.fl.

Viðvarandi þreyta af völdum heyrnarskerðingar leiðir til slakar árangurs í námi og við félagslegar athafnir. Frekari rannsókna er þörf en ljóst er að taka þarf sérstakt tillit til heyrnarskertra barna í almennum skólum. Þá styðja niðurstöðurnar mikilvægi þess að tryggja börnum aðgang að vönduðum heyrnartækjum og hjálpartækjum sem auðvelda þeim lífið við leik og störf.

margretHún Margrét Jónsdóttir (sú til hægri á myndinni), sem starfað hefur í móttöku HTÍ í nær 15 ár, hættir störfum hjá okkur í dag, 12.mars. Margrét er hvers manns hugljúfi og einstaklega hlýtt viðmót hennar hefur kætt margan skjólstæðing Heyrnar-og talmeinastöðvar til margra ára.

Við óskum Margréti velfarnaðar í nýju starfi og þökkum henni samstarfið til margra ára. Vilji skjólstæðingar HTÍ koma skilaboðum eða kveðjum til Margrétar er þeim velkomið að senda inn línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

 


ingajona…..en maður kemur í manns stað

Nýr starfsmaður í móttöku er Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í hópinn. Inga Jóna starfaði lengi innan bankakerfisins áður en hún gekk til liðs við HTÍ. Þessi eldklára kona hefur þegar sýnt að hún mun fylla skarð
Margrétar með miklum sóma.

 

 

barn með eyrnabólgu

Heyrnarskerðing hjá börnum

Heyrnarvernd barna er afar mikilvæg því að heyrnin leikur lykilhlutverk í hæfni barnsins þíns til að læra, tjá sig og taka þátt í öllum þáttum samfélags við aðra.

Mörg börn tapa heyrn tímabundið vegna of mikils eyrnamergs eða vegna eyrnabólgu (Otitis Media). Eyrnabólga er oft mjög sársaukafull og getur valdið heyrnartapi. Nauðsynlegt er að lækna hana hratt og rétt.

Undir venjulegum kringumstæðum er eyrnamergur af hinu góða og skaðar ekki barnið þitt. En komið getur fyrir að offramleiðsla eyrnamergs valdi heyrnartapi. Þá getur þú leitað til heilusgæslunnar eða hingað til okkar á Heyrnar-og talmeinastöð Íslands og fengið hjálp.

Ekki reyna að fjarlægja eyrnastíflur sjálf!

Ekki fjarlægja eyrnastíflur sjálf, þið gætuð valdið varanlegum skaða á heyrn barnsins.

Aðrar tegundir heyrnartaps geta verið varanlegar og haft langvinn áhrif á barnið. Heyrnarleysi hindrar þroska barnins, félagslega færni og þátttöku. Heyrnartæki geta verið besta leiðin til að bæta úr vandanum ef aðrar leiðir bjóðast ekki. Ráðleggingar um heyrnartæki færðu hjá sérfræðingum okkar.

Miklu skiptir að börn með heyrnartap séu greind og meðhöndluð eins fljótt og auðið er. Vanmeðhöndlað heyrnartap getur haft mjög neikvæð áhrif á námsgetu, tjáskiptahæfni og félagsfærni barnsins. Ef barnið þitt fær heyrnartæki er mikilvægt að muna að það getur tekið langan tíma að venjast tækjunum. Oft þarf að endurstilla tækin reglulega og finna bestu hugsanlegu lausnina sem hæfir barninu þínu.

Leitaðu ráða hjá okkur!

Einnig: http://hti.is/index.php/is/heyrn/heyrnarskerdhing/skolinn