Fréttir

Heyrnartækjahlutar1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þróun heyrnartækja er hröð og tekur stórstígum framförum. Nútíma heyrnartæki eru örlitlar hátæknilegar tölvur. Stöðugt er unnið að þróun og rannsóknum til að gera heyrnartækin þannig úr garði að þau geti sem best endurskapað eða bætt upp tapaða náttúrulega heyrn.

Sífellt smærri örgjörvar gera vísindamönnum kleift að byggja fleiri og kröftugri vinnslumáta í tækin og bæta þannið hljómgæði, stefnuvirkni hljóðnema, úrvinnslu hljóðs og takmörkun umhverfishljóða sem trufla talgreiningu þess heyrnarskerta. Meðferð heyrnarskerta batnar því betur sem tekst að aðlaga heyrnartækin að persónulegum þörfum hvers notanda og hljóðumhverfi viðkomandi.

Fleiri hlustunarkerfi – meiri sjálfvirkni

Heyrnartæki í efstu gæðaflokkum vinna stöðugt úr geysimiklu magni hljóðmerkja sem þau nema. Aðstæður, tegund hljóðáreitis, umhverfi notanda og fleiri þættir ráða síðan hvernig tækin aðlaga hlóðin að heyrn viðkomandi. Tækin skipta sjálfvirkt og á sekúndubroti á milli mismunandi for-stilltra hlustunarkerfa sem hæfa aðstæðum hverju sinni.

Endursköpun hljóðsins miðar að því að tækin geti skilað hlustanda sem þægilegastri og bestri heyrn og bæti fyrir þann heyrnarskaða/-tap sem einstaklingurinn hefur orðið fyrir.

Hvernig virka heyrnartæki?

Öll heyrnartæki eru byggð upp af sömu grunnatriðum og hlutum. Fyrst ber að telja skelina en Inni í litlum plast-skeljum sem mynda ytri umgjörð tækjanna er að finna flókinn tækjabúnað:

Hljóðnemar:
Hljóðnemar heyrnartækja eru yfirleitt 1-2 og staðsettir á mismunandi stöðum á tækinu til að greina hljóð sem berast úr mörgum áttum að hlustanda. Hljóðnemarnir umbreyta hljóðum í rafræn boð.

Magnari
Fyrir heyrnarskerta er nauðsynlegt að heyrnartækin magni upp þau hljóð sem hljóðnemarnir nema og komi þeim í eyru þess heyrnarskerta. Í heyrnartækjunum er því magnarar sem eru mis-öflugir eftir því hversu mikla hljóðmögnun viðkomandi þarf á að halda

Hátalari
Afurð eða framleiðsla magnarans er síðan hljóðið og öll heyrnartæki hafa hátalara sem breyta rafboðum aftur í hljóð sem hlustandinn nemur. Hátalarar eru ýmist staðsettir í tækjunum og hljóðið leitt eftir slöngum til eyrans eða hátalarar eru staðsettir í eyrnagöngunum sjálfum.

Örsmáar tölvur
Auk ofangreindra hluta er síðan hjartað í heyrnartækinu, sjálf tölvan sem vinnur úr hljóðum frá hljóðnemum, umbreytir og sérsníður hljóðin sem hlustandinn þarfnast og dregur úr eða eyðir óþarfa hljóðum sem gætu truflað notendur. Reynt er að tryggja að sérhver notandi fái nákvæma stillingu sem passar heyrnartapi viðkomandi sem best. Því er hvert tæki einstakt og aðeins stillt fyrir ÞITT eyra.

Tölvutæknin gerir einnig kleift að bjóða ýmsa fylgihluti með nýjustu hátækni-heyrnartækjum, s.s. fjarstýringar og samskiptabúnað sem gerir kleift að tengja heyrnartækin við t.d. farsíma, sjónvörp o.fl.

Rafhlöður
Til að knýja þessar örtölvur þarf rafhlöður og með bættri tækni í gerð rafhlaða hefur tekist að minnka stöðugt tækin og ending rafhlaða batnar hægt og bítandi. Notaðar eru nokkar mismunandi tegundir rafhlaða í heyrnartæki, allt frá örsmáum rafhlöðum og upp í eilítið stærri og kraftmeiri rafhlöður sem þarf fyrir kraftmestu heyrnartækin.
Venjulegar rafhlöður endast í 5-10 daga (eftir tegund heyrnartækja og notkun). Nýjustu heyrnartækin er einnig hægt að fá með endurhlaðanlegum, innbyggðum rafhlöðum svo að sífelldar skiptingar á rafhlöðum heyra brátt sögunni til.

talmfr samn hi hti Jan2017
 
 
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Háskóli Íslands hafa gert nýjan samstarfssamning sem miðar að því að efla samstarf stofnananna enn frekar í kennslu og rannsóknum.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, undirrituðu samninginn á dögunum.
 
Samkvæmt hinum nýja samningi, sem tekur við af eldri samningi frá árinu 2011, er markmiðið að samnýta sem best sérþekkingu, kunnáttu, efnivið og aðstöðu beggja aðila meðal annars með það fyrir augum að styrkja nýliðun fagfólks á sviði heyrnar- og talmeinafræða. Einnig er ætlunin með að stuðla að auknum rannsóknum  í þeim faggreinum sem tengjast greiningu, ráðgjöf og úrræðum tengdum heyrnar- og talmeinum.
Samningurinn rammar framlag HTÍ varðandi kennsluframlag við Talmeinafræðiskor HÍ og starfsþjálfun nemenda, bæði á meðan á námi stendur sem og starfsþjálfun kanditat til starfsréttinda.
 
Sérþekkingu á þessu sviði er bæði að finna á Félagsvísinda-, Heilbrigðisvísinda- og Hugvísindasviði Háskóla Íslands en skólinn býður m.a. upp á nám í talmeinafræði og táknmálsfræði og táknmálstúlkun. Heyrnar- og talmeinastöðin sér hins vegar um heyrnarmælingar, greiningu og meðferð á heyrnar- og talmeinum og hefur jafnframt yfirsýn yfir fjölda þeir sem eru heyrnarskertir og heyrarlausir eða glíma við annars konar heyrnar- eða talmein.
 
Samkvæmt samningnum  geta einstakar deildir og kennarar við Háskólann leitað til starfsmanna Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar um að leiðbeina talmeinafræðinemendum í starfsnámi  og þá munu stofnanirnar vinna saman að því að skapa aðstöðu eftir föngum fyrir rannsóknatengt nám.  Enn fremur munu starfsmenn Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar geta sótt sér endurmenntun í námskeiðum innan deilda Háskóla Íslands.
 
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands væntir mikils af samstarfinu í framtíðinni sem hingað til og við erum stolt af því að geta lagt lóð á vogarskálar þegar kemur að fjölgun talmeinafræðinga á Íslandi, en mikil þörf er fyrir hendi um land allt.

logo

 

BREYTTIR AFGREIÐSLUTÍMAR htí

OPINN TÍMI FELLUR NIÐUR 

frá 1.janúar 2017

AÐSTOÐARTÍMA  (f.stillingar tækja og aðstoð) verður hægt að bóka á vefsíðu www.hti.is eða á símatímum tímabókana (kl: 13-14 daglega)

MÓTTAKA TÆKJA og hlustartykkja til viðgerðar, hreinsunar og slönguskipta á verkstæði alla virka daga frá kl: 11-11:30 

 

Þú getur tapað allt að 90% af taugavirkni í kuðungi innra eyrans með of mikilli notkun á eyrnatappa-heyrnartólum skv nýlegri rannsókn

earbudphones

Heyrnartól í eyra (Ear bud headphones) geta, jafnvel við lágan hljóðstyrk, valdið varanlegum skaða á heyrn þinni.

Rannsóknarteymi við Harvard Medical Schoo í Bandaríkjunum (Eaton Peabody Laboratory) hafa komist að því að allt að 90% af taugafrumum í kuðungi innra eyrans geta orðið fyrir skaða án þess að tapa hæfileika til að nema hjóð í kyrrlátu umhverfi. En um leið og umhverfishávaði myndast þá hrapar heyrnin verulega. Hárfrumur í innra eyra geta þannig verið til staðar en heyrnin er sködduð vegna þess að taugaendar eru skemmdir og gegna ekki hlutverki sínu.

Konur eru tvöfalt líklegri en karlar til að segja öðrum frá vandamálum tengdum heyrnarskerðingu og hvernig heyrnartap hefur áhrif á samskiptafærni þeirra.
Þetta leiddi nýleg bandarísk rannsókn í ljós.

stinga hofdi i sandinn

Heyrnarmælingar staðfesta vanmat á eigin heyrnarskerðingu

sjalfsmat1

Nýleg rannsókn frá Kanada kannaði fylgni á milli heyrnarmælinga annars veg

ar og sjálfsmats viðkomandi þ.e. hvort og þá að hvað miklu leyti einstaklingurinn taldi sig heyrnaskerta(n) á öðru eða báðum eyrum.

Þátttakendur voru fyrst spurðir um heyrnarkerðingu sína og beðnir að meta hana

 vandlega. Síðan voru þátttakendur heyrnarmældir við bestu aðstæður og niðurstöður bornar saman.

Fólk á öllum aldri (20-79 ára) tóku þátt.

En AF HVERJU er fólk ennþá að skammast sín fyrir að þurfa heyrnartæki? 

Kannist þið við marga sem skammast sín fyrir að nota gleraugu?

Heyrnartæki sífellt algengari og viðurkenndari sem hjálpartæki.  heyrnartaekjanotandi

Rannsóknir sýna að stöðugt færri Evrópubúar eru feimnir við að nota eða viðurkenna að þeir noti heyrnartæki. 
EuroTrak könnun, sem framkvæmd var um gervalla Evrópu árin 2009, 2012 og 2015, sýnir að þeim heyrnarskertra einstaklinga fækkar jafnt og þétt sem segjast skammast sín fyrir að nota heyrnartæki.

hearing dog1

Hundar eru til margra hluta nytsamlegir auk þess sem þeir eru með bestu félögum sem hægt er að hugsa sér.

Heyrnarskertir og heyrnarlausir einstaklingar geta auðveldlega nýtt sér slíka förunauta og víða erlendis eru hundar sérstaklega þjálfaðir til að aðstoða heyrnarlausa. Á Englandi eru nú tæplega 1000 slíkir hundar í notkun.

Á hlekknum hér:  http://www.hearingdogs.org.uk/helping-deaf-people/ má fræðast um nokkra slíka, sérþjálfaða hunda, sem létta eigendum sínum lífið.

Þeir læra að þekkja hljóð og aðstæður og bregðast þá við s.s. að vekja eigandann þegar vekjaraklukka hringir, láta vita ef dyrabjalla hringir eða þegar sýður í potti og svo mætti lengi telja.

Gaman væri að heyra sögur af íslenskum, heyrnarskertum hundaeigendum sem geta nýtt hundinn sem "heyrandi hund".

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu, sem haldinn er hátíðlegur þann 16.nóvember ár hvert, ákváðu talmeinafræðingar HTÍ að stofna til lestrarátaks meðal foreldra barna sem sækja þjónustu til HTÍ. Nýtt lestrarhorn fyrir börn var vígt á biðstofu stöðvarinnar á Degi íslenskrar tungu og fyrsti viðskiptavinurinn var hún Klara sem sést á meðfylgjandi myndum. Þessi 3ja ára stelpa er þegar farin að þekkja stafina og áhugasöm um bækur og lestur.

Foreldrar hvattir til að lesa fyrir börn sín

Því miður sjáum við of marga foreldra niðursokkna í farsíma og spjaldtölvur sínar á meðan börnin leika sér eða bíða eftir að fanga athygli foreldranna. Hrafnhildur Halldórsdóttir, talmeinafræðingur hjá HTÍ, kynnti foreldrum nokkrar einfaldar leiðbeiningar um hvernig foreldrar geta lesið fyrir börn og með ungum börnum sínum.
klara1

Þær leiðbeiningar má sjá hér:

Greinarhöfundur á margar góðar minningar frá lestri fyrir börnin, sögur fyrir svefninn og síðar að láta börnin lesa fyrir pabba og mömmu. Lestur stuðlar að málþroska barna og lesfærni og góður lessskilningur er nauðsynlegur undirbúningur náms þegar börnin komast á skólaaldur.


Pabbar og mömmur, afar og ömmur, takið ykkur tíma með börnum og LESIÐ ! Þið fáið það margfalt til baka !

Hybrid kuðungs-ígræðslutæki gagnast fólki með alvarlegt hátíðnitap

Kuðungsígræðslutæki hafa um árabil verið grædd í fólk sem misst hefur heyrnina alveg. Nú er verið að prófa ný „Hybrid“ ígræðslutæki sem sameina virkni venjulegra heyrnartækja og ígræddra tækja. Þessi nýja tækni er hugsuð fyrir fólk með alvarlegt heyrnartap á hátíðnisviði en sem hafa enn heyrn á lægri tíðnissviðum. Nýleg rannsókn vísindamanna við New York University Langone Medical Center sýnir góðan árangur.

Hybrid Cochlear Implants

Nýju Hybrid ígræðslutækin eru aðeins notuð á annað eyrað og gera kleift að vernda þær heyrnarleyfar sem viðkomandi sjúklingur er með, einkum á lægri tíðnissviðum. Rafskautin sem þrædd eru í kuðung innra eyrans eru mun styttri en við venjulegar kuðungsígræðslur og ná styttra inn í kuðunginn. Rafskautin örva þannig aðeins hárfrumur á því svæði kuðungs sem ræður heyrn á hárri tíðni.
Síðan má einnig nota tækið sem venjulegt heyrnartæki sem sendir önnur hljóð um hlustina til eyrans. Eyrað nemur þá hljóð á lægra tíðnissviði á eðlilegan máta sem fyrr.

Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna góðan árangur slíks búnaðar einkum hjá fólki með alvarlega skerðingu heyrnar á hátíðnisviði.

Rannsóknin, sem birtist í tímaritinu The Laryngoscope, rannsakaði 50 sjálfboðaliða á aldrinum 23-86 ára (meðalaldur: 64) sem komu frá 10 mismunandi heyrnarstöðvum í Bandaríkjunum. Þessi nýja tækni var grædd í annað eyra þátttakenda. Sjúklingarnir voru með alvarlega hátíðni-heyrnarskerðingu sem ekki er hægt að meðhöndla með venjulegum heyrnartækjum. Slík heyrnarskerðing gerir talgreiningu fólks afar erfiða. Sjúklingarnir höfðu hins vegar nægilega mikla heyrn á lægri tíðnissviðum svo að venjuleg kuðungsígræðsla var ekki álitinn raunhæfur kostur. Slík ígræðsla sviptir ígræðsluþega þeirri náttúrulegu heyrn sem þeir hafa. Því er þessi nýja tækni til komin.

Heyrn þátttakenda var mæld reglulega yfir nokkurra mánaða tímabil. 45 af 50 þátttakendum sýndu verulegar framfarir í heyrn og talskilningi. Enginn þátttakenda sýndi versnun í þessum mæliþáttum.

Hátíðnitap á heyrn er mjög algeng tegund heyrnartaps og veldur fólki oft verulegum vandræðum í að greina og skilja talað mál. Eins og gefur að skilja getur það hamlað fólki stórkostlega við leik og störf. Þessi nýja hybrid tækni gæti hjálpað í alvarlegri tilfellum.

Heimild: The ASHA Leader, November 2015, Vol. 20, 12. doi:10.1044/leader.RIB2.20112015.12