Fréttir

taldagur2

 

Samtök Evrópskra talmeinafræðinga (CPLOL) fagna í dag Evrópudegi talþjálfunar 6. mars. Markmið dagsins er að vekja athygli á störfum talmeinafræðinga. Árlega er þema sem í ár er einhverfa. Talmeinafræðingar sinna ma. talþjálfun einhverfra barna og ráðgjafar um samskipti til foreldra og fagfólks.

Í tilefni dagsins munu íslenskir talmeinafræðingar halda málþing föstudaginn 8. mars í sal BHM Borgartúni 6. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

PDF skrá

 

 

 

 

 

 

 

taldagur

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, opnaði Dag Heyrnar (mynd Gunnar Svanberg)

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands og Heyrnarhjálp, félag heyrnarskertra, stóðu saman að Degi Heyrnar 2019 til að fagna alþjóðlegum degi heyrnar sem WHO, alþjóða heilbrigðisstofnunin kom á fót fyrir nokkrum árum. Tilgangur með Degi Heyrnar er að vekja athygli almennings og ráðamanna á mikilvægi heyrnar og öflugrar heilsugæslu til að tryggja bestu mögulegu heyrnarheilsu.

Meginþema Dags Heyrnar í ár var ,,Mældu heyrnina" eða hvatning til allra að fylgjast vel með heyrn fólks á öllum aldri og láta mæla heyrnina ef einhver grunur vaknar um að heyrn sé ekki í lagi. Í tilefni þess mættu HTÍ og Heyrnarhjálp í Alþingi og kynntu þingmönnum og starfsliði Alþingis heyrnarvernd og mikilvægi heyrnar. Heilbrigðisráðherra mætti í heyrnarmælingu (og heyrir ljómandi vel) og síðan streymdu aðrir til okkar í kjölfarið. Því má segja við við höfum ,,náð eyrum ráðamanna" einsog að var stefnt.

Þá var kynnt nýtt heyrnarmælinga-app eða snjallforrit fyrir farsíma og tölvur, sem gerir almenningi kleift að meta heyrn sína á einfaldan og auðveldan hátt (sjá frétt um hearWHO appið). Á myndunum hér að neðan má sjá ýmsa þingmenn spreyta sig á nýja appinu. Flestir reyndust heyra þokkalega vel þó að ýmsir mættu hlusta betur að mati einhverra kjósenda.

Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar nýtur aðstoðar Theu Hennöen,
heyrnarfræðings hjá HTÍ, við prófun á nýja hearWHO appinu       mynd_gunnarsvanberg

 

 

Mikilvægt er að uppgötva heyrnarskerðingu sem allra fyrst svo tryggja megi virka meðferð og endurhæfingu. Til þess að greina skerta heyrn ættu allir að láta mæla heyrn sína af og til, sérstaklega fólk sem telst í áhættuhópi s.s. þeir sem hlusta oft á háværa tónlist, vinna í háværu umhverfi, fólk sem notar lyf sem skemma heyrn og allir yfir 60 ára aldri.
Alþjóða-Heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur nú hleypt af stokkunum nýju heyrnarmælinga-snjallforriti á vefnum til að auðvelda fólki að mæla, á einfaldan hátt, stöðu heyrnar sinnar.

Þetta nýja snjallforrit, hearWHO appið, byggir á sannreyndu prófi þar sem hlustandi þarf að greina upptökur af tölustöfum í suði/bakgrunnshávaða. Með tilkomu þessa þægilega forrits hefur almenningur auðvelt aðgengi í gegnum snjallsíma og tölvur að einföldu heyrnar-mælingaforriti sem auðveldar skimun fyrir versnandi heyrn.
Prófið sjálft er afar einfalt og tekur skamman tíma. Niðurstöður birtast á skýran hátt með leiðbeiningum um næstu skref og getur einnig geymt upplýsingar svo að notandi getur fylgst með eigin mælingum yfir lengri tíma.

Appið er einkum hugsað fyrir þá einstaklinga sem hlusta mikið og lengi á háværa tónlist í hljómflutningstækjum í eyrnatólum/heyrnatólum. Starfsfólk heilbrigðisstofnana getur einnig notað appið sem einfalt skimunarpróf áður en ákvörðun er tekin um ítarlegri heyrnarpróf.

2un4ym

 Appið má nota við bæði iOS og  Android snjalltæki.

Hala niður af Apple App Storehttps://itunes.apple.com/us/app/hearwho-check-you-hearing/id1449966543?ls=1&mt=8 

hearwho IOS

Hala niður af Google Playhttps://play.google.com/store/apps/details?id=com.hearxgroup.hearwho 

hearwho android

 


 

LOGO hti                             heyrnarhjalp2. logo

 

RUV jan19 Hafa ekki íslenskukunnáttu í samræmi við aldur

Í nýlegu sjónvarpsviðtali í Silfri Egils á Ríkisútvarpinu ræddi Elín Þöll Þórðardóttir, prófessor í málvísindum við McGill háskóla í Montréal í Kanada, um þann sívaxandi vanda að íslenskukunnátta barna sem eiga erlenda foreldra sé ekki nógu góð. Rannsóknir hafi sýnt það síðustu ár. Þau standa höllum fæti í samanburði við jafnaldra sína og fái því ekki jöfn tækifæri.

Horfa má á þáttinn með því að smella á myndina hér að ofan eða HÉR.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur gefið út nýtt málþroskapróf; Málfærni ungra barna (MUB), ætlað börnum á aldrinum 2-4ra ára.

MUB auglýs

Prófið er greiningartæki fyrir talmeinafræðinga til að staðfesta eða útiloka frávik í málþroska. MUB hefur verið í vinnslu frá árinu 2009 og er staðlað á íslenskum börnum. Prófið kemur í handhægri tösku með myndabók og prófgögnum.  
Skorblöð og handbók eru á rafrænu formi sem hægt er að nálgast á heimasíðu Heyrnar – og talmeinastöðvar Íslands www.hti.is.  

Hægt er að panta prófið með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Verð: 38.000 kr. m/vsk.  

Nýju tækin frá Sivantos heita Signia STYLETTO og eru bylting í hönnun heyrnartækja.

Í fyrsta sinn bjoðast heyrnartæki með nýju útliti, glæsileg og stílíseruð heyrnartæki. Hleðslrafhlöður og þægilegt hleðslutæki tryggja að aldrei þarf að skipta um rafhlöður.
Hleðslutækið er hlaðið í venjulegu rafmagni og hleðslan dugar til að hlaða heyrnartækin þrisvar sinnum.Styletto 1

 

Hönnuðir nýju tækjanna ákváðu að hlusta á notendur sem vildu sjá nýja nálgun í hönnun. Með nýrri tegund lithium hleðslurafhlaða var hægt að víkja frá því staðlaða útliti heyrnartækja sem tíðkast hefur síðustu áratugi þar sem ávallt þurfti að gera ráð fyrir rafhlöðuhólfi fyrir kringlóttar rafhlöður.

Nú eru mjóar og langar hleðslurafhlöður innbyggðar í tækin sem gerir framleiðanda kleift að hafa tækin mjórri og nýtízkulegri í útliti.

Signia STYLETTO tækjunum fylgir einstaklega þægilegt og notadrjúgt hleðslutæki sem einnig er geymsluhólf fyrir heyrnartækin. Hægt er að hlaða heyrnartækin allt að 3svar sinnum með þeirri hleðslu sem hólfið býr yfir og taka hleðsluhólfið með sér hvert sem farið er. Með einföldum hleðslubanka (líkt og fólk notar fyrir farsíma) er síðan hægt að endurhlaða Signia hleðslutækið til viðbótar. Myndband um hleðslu STYLETTO heyrnartækja.

Signia Styletto tækin eru aðeins seld sem par af tveimur tækjum með meðfylgjandi hleðslutæki og tækin fást í þremur fallegum litasamsetningum sem sjást hér að neðan.

Styletto 3 litir

 

 

 

 

 

Allar frekari upplýsingar veita heyrnarráðgjafar okkar.

Heyrnar-og talmeinastöð Íslands - janúar 2019

Jolin2017

 

Opnunartímar HTÍ um jólin!

 

Starfsstöð HTÍ í Reykjavík er opin til kl 16 á föstudag 21.desember.

LOKAÐ verður 24.-26.desember.
Opið verður 27. og 28.desember (fim-fös) frá kl 9-15:30 báða dagana.

Engin móttaka verður á Akureyri yfir hátíðar en fyrsti starfsdagur er 3.janúar.

Starfsfólk HTÍ óskar viðskiptavinum sínum og Íslendingum öllum gleðilegra jóla og góðrar heyrnar- og talheilsu á nýju ári !

Gleðilega HTÍð !

Samantekt á niðurstöðum 11 vísindarannsókna sýnir svo ekki verður um villst að bein tengsl eru milli heyrnarskerðingar og aukinnar áhættu á vitrænni hrörnun.

gömul kona öldrun
Nýlega fór fram samanburður á fjölda eldri rannsókna sem varða tengsl heyrnartaps og vitrænna glapa (ellihrörnunar).
Niðurstöður sýna að aldraðir með verulega skerta heyrn sýndu greinileg tengsl milli vitrænna glapa og alvarleika heyrnarskerðingarinnar (um 30% tíðni hjá illa heyrandi, sem er 1,29 sinnum hærri tíðni en hjá heyrandi jafnöldrum).
Eftirfylgni 6 árum síðar sýnir að áhættan hefur aukist um nærri 60% ( 1,57 sinnum hærri tíðni vitrænna glapa hjá þeim heyrnarskertu). Verst heyrandi hópurinn er í áhættu sem er 320% (3,21 sinnum hærri líkur) en hjá vel heyrandi jafnöldrum.

Mismunandi áhætta eftir alvarleika heyrnartaps

Við heyrnartap yfir 40 desibilum (dB HL) við loftleiðnimælingu (pure-tone average, PTA) á tíðnum  0.5, 1, 2, og 4 kHz s (meðalslæm heyrnarskerðing), er áhætta á vitrænum glöpum aukin um 29 – 57% í samanburði við fullheyrandi jafnaldra.

Hjá eldri einstaklingum með vægari heyrnarskerðingu (yfir 25 dB) er áhættan einnig töluverð eða um 30% eða 1,29 sinnum hærri en hjá heyrandi jafnöldrum.

Tengsl heyrnartaps og versnandi lífsgæða eldra fólks eru löngu sönnuð og nú hrannast upp sannanir þess að slæm heyrn geti leitt til hraðari vitrænna glapa og ellihrörnunar hjá öldruðum. Nauðsynlegt er að meðhöndla betur heyrnarskerðingu hjá öldruðum og gildir það ekkert síður á Íslandi.

Um rannsóknina

Í rannsókninni voru bornar saman niðurstöður úr 11 eldri rannsóknum sem fundust í gagnagrunnum  PubMed og Embase.

Niðurstöður birtust í greininni: “The risk of cognitive impairment associated with hearing function in older adults: a pooled analysis of data from eleven studies” í vísindatímaritinu Scientific Reports.

Heimild:  www.hear-it.org

4.desember 2018 - vefsíða HTÍ

ánægðir heyrnartækjanotendur Alltaf vex hlutfall þeirra heyrnarskertu einstaklinga sem nota heyrnartæki reglulega og sífellt fleiri fá sér heyrnartæki á bæði eyru en áður var.

Um leið vex ánægja notenda með heyrnartæki.

EuroTrak er neytendakönnun sem fylgst hefur með þróun þessara mála í fjölda Evrópulanda allt frá árinu 2009. 

Notkun heyrnartækja eykst hratt í Evrópu

Skv könnun EuroTrak hefur fjöldi þeirra sem segjast vera heyrnarskertir nokkurn veginn staðið í stað á þessu tímabili. Þannig sögðust 13.1% fullorðinna (18 ára og eldri) á árinu 2009 vera með skerta heyrn. Í nýjust könnun á þessu ári, 2018 er 12.7% aðspurðra.

En á sama tíma hefur hlutfall heyrnarskertra Evrópubúa sem segjast nota heyrnartæki vaxið marktækt eða frá 33.1% árið 2009 til 41.6% á þessu ári (2018). Og hlutfall þeirra sem nota tæki fyrir bæði eyru hefur einnig vaxið  verulega eða úr 55% í 67% á milli áranna 2009-2018.

 

Ánægja heyrnartækjanotenda eykst.

Sífellt fleiri notendur lýsa ánægju með heyrnartæki sín.

 • Hlutfall heyrnartækjanotenda sem telja heyrnartækin virka vel í hópsamræðum vex úr 63% í 71%.
 • Hlutfall notenda sem telja tækin virka vel í símtölum hækkar úr 61% í 74%
 • Hlutfall notenda sem telja heyrnartæki virka vel á samkomustöðum (fundum, leikhúsum o.fl) hækkar úr 62% í 72%
 • Heildartala ánægðra með frammistöðu heyrnartækja í háværu umhverfi eykst úr 54% í 67%
 • Ánægja með útlit og virkni heyrnartækja vex úr 70% í 80% milli áranna
 • Hins vegar fækkar í hópi þeirra sem finnst óþægilegt að vera með tæki eða skammast sín fyrir heyrnartækin. Sú tala fer úr 56% á árinu 2009 og niður í 30% fólks í ár, sem er mjög gott.

Um EuroTrak könnunina

EuroTrak rannsóknir hafa verið í gangi í fjölda Evrópulanda allt frá árinu 2009. Síðasta könnun var framkvæmd á þessu ári, 2018. Framkvæmdaraðili er svissneskt markaðsrannsóknafyrirtæki, Anovum, fyrir hönd EHIMA, European Hearing Instrument Manufacturers Association, samtök evrópskra heyrnartækjaframleiðenda.

Ítarlegar upplýsingar um rannsóknarniðurstöður má finna á heimasíðu EHIMA: www.ehima.com

Heimild: www.ehima.com   www.hear-it.org

27.nóv 2018 – www.hti.is

( þýdd grein eftir Debbie Clason af vefsíðu Healthy Hearing)

Ertu að hugsa um að fá þér stóran kaffibolla til að vakna betur daginn eftir hljómleikana?
Kannski ættir þú að velja koffín-laust kaffi – sérstaklega ef að heyrnin hefur ekki ennþá náð sér eftir hávaðann frá kvöldinu áður.

Rannsakendur hjá McGill University Health Centre í Montreal, Quebec í Kanada hafa komist að því að dagleg neysla á koffíni (caffein) getur komið í veg fyrir að heyrnin jafni sig eftir að hafa lent í miklum hávaða.

kaffibolli
Myndatexti: Kaffibollinn getur komið í veg fyrir að heyrnin jafni sig eftir mikinn hávaða.

Hvað er Temporary Threshold Shift (TTS)

Flest okkar hafa upplifað það að missa heyrnina að nokkru leyti eða vera með háværan tón í eyrum eftir háværa tónleika, flugeldasýningar, byssuhvelli eða álíka háværar uppákomur.  Þetta ástand er á læknamáli kallað Temporary Threshold Shift (TTS) eða Tímabundin hávaðaþröskulds-færsla, gerist þegar hinar viðkvæmu hárfrumur innra eyrans eru hálfóvirkar eða lamaðar eftir mikið áreiti vegna hávaða. Það tekur þessar hárfrumur mislangan tíma að jafna sig, allt frá fáum klukkustundum og jafnvel allt að 72 tímum eða 3 sólarhringum þar til heyrn er komin í samt lag.

Og hvað kemur kaffi þessu máli við ?

Koffín er náttúrlegt örvandi efni sem finnst m.a. í kaffi, te, súkkulaðidrykkjum og mörgum orkudrykkjum auk þess sem koffín er notað í hin ýmsu lyf við kvefi, ofnæmi og í verkjalyfjum. Koffín örvar miðtaugakerfið, bætir blóðflæði og eyðir þreytutilfinningu sem annars fylgir vökum og skemmtunum fram á nótt. Sumar rannsóknir hafa jafnvel bent til þess að koffín geti dregið úr hættu á vissum tegundum krabbameins (s.s. í lifur, munni og hálsi) og haft jákvæð áhrif til að hindra Sykursýki 2, Parkinson-sjúkdóm og heilablóðfall.

En þegar kemur að heyrninni þá virðist koffín ekki vera alveg jafn jákvætt. Rannsakendur segja að koffínmagn úr jafnvel einum venjulegum kaffibolla geti hindrað að heyrnin jafni sig eðlilega eftir TTS.

Dr. Faisal Zawawi, háls-nef og eyrnalæknir, sem starfar á McGill Auditory Sciences Laboratory, sagði að vísindamenn hans hefðu nokkur efni grunuð um að hindra líkamann í að „gera við“ skemmdir í eyrum eftir TTS. Þau ákváðu því að sannreyna tilgátur sínar með rannsókn á þremur hópum tilraunadýra. Niðurstöður hópsins birtust í vísindagrein sem kom út apríl 2016 í Journal of the American Medical Association (JAMA) Otorhinolaryngology Head and Neck Surgery. Einn hópur tilraunadýra var látinn þola 110 decibila (dB) hávaða, sem jafngildir þeim hávaða sem algengur er á mörgum rokktónleikum. Hinir hóparnir tveir voru einnig útsettir fyrir sama hávaða en fengu að auki 25 mg af koffíni (caffeine), magn sem er álíka mikið og er í einum bolla af venjulegu tei sem inniheldur koffín eða litlum espresso bolla.

Tilraunadýrin sem aðeins þurftu að þola hávaðann voru búin að jafna sig á áttunda degi. Heyrn þeirra var aftur orðin eðlileg. En dýrin sem fengu koffín-skammtinn náðu aldrei eðlilegri heyrn. Niðurstaða rannsóknarfólksins var því  að tímabundin lækkun hávaðaþröskuldarins af völdum hávaða (TTS) ásamt neyslu koffíns leiði til varanlegrar heyrnarskerðingar.

Forvarnir

Flestir einstaklingar ná sér að fullu eftir tímabundna heyrnarskerðingu af völdum hávaða en stöðugt áreiti á heyrnina, sérstaklega hávaði yfir 80 dB getur valdið varanlegu heyrnartapi.

Skv skýrslum Hearing Health Foundation í Bandaríkjunum eru nærri 50 milljónir Bandaríkjamanna með skerta heyrn. Þar af eru um 26 milljónir með heyrnartap af völdum of mikils hávaða við störf eða leik. Heyrnartap af völdum hávaða (HvH) er ein algengasta tegund heyrnarskerðingar og er jafnvel oft af völdum einstaks atburðar s.s. sprengingar en getur einnig myndast á lengri tíma ef viðkomandi er í of miklum hávaða í lengri tíma. Slíkt heyrnartap er einnig það sem auðveldast er að fyrirbyggja.

Þarf maður að hætta að drekka kaffið sitt ? Ekki endilega. Langflestir fullorðinna drekka kaffi reglulega og það getur verið erfitt að gefa slíka daglega siði upp á bátinn. En það eru önnur ráð til:

 • Komdu í veg fyrir að þú sért of lengi í mjög háværu umhverfi. Ef hávaði á vinnustað er óþægilegur skaltu ræða við yfirmenn um hvernig draga megi úr hávaða. Skv rannsóknum er þægilegur hávaði á vinnustöðum um 60 dB eða lægri.
 • Vertu vakandi fyrir aðstæðum í frítíma þínum þar sem hávaði er mikill og reyndu að takmarka þann tíma sem þú ert í slíku hljóðumhverfi. Byssuskot getur mælst allt að 165 dB og getur valdið varanlegri heyrnarskerðingu. Hávaði í líkamsræktarstöðvum getur verið yfir hættumörkum og svo mætti lengi telja.
 • Notum eyrnatappa eða heyrnartól til verndar heyrninni við háværar aðstæður. Kappleikir og tónleikar geta verið alveg jafn skemmtilegir þó að maður sé með eyrnatappa í hlustum. Hávaði á landsleikjum hefur mælst langt yfir 100 dB þegar mest gengur á. Tónleikar rokksveita í 2-3 klukkutíma geta hæglega valdið heyrnarskaða hjá áhorfendum
 • Ef þú lendir í því að upplifa TTS (hella, tímabundið heyrnartap og syngjandi tónn í eyrum eftir mikinn hávaða) þá skaltu forðast kaffi þangað til heyrnin hefur lagast. Þó að niðurstöður rannsókna séu ekki endanlegar þá er sjálfsagt að taka enga áhættu. Þú getur alltaf fengið þér góðan bolla af sterku kaffi þegar heyrnin er aftur komin í lag
 • Láttu mæla heyrnina reglulega, einkum eftir miðjan aldur. Reyndu að viðhalda bestu mögulegu heyrnarheilsu til að geta notið þessa merkilega skynfæris alla ævi.

(birt á vefsíðu HTÍ í okt 2018)