VIÐHALD HEYRNARTÆKJA

Skoða tækin vel

Mikilvægt að mergur sé ekki fyrir opum á tappa eða fyrir hljóðnemum og hátalara á heyrnartækinu (sjá bækling fyrir viðkomandi tæki).

hreinsa tækin

Hreinsa allan merg af tæki og tappa. Hreinsisett kemur með öllum heyrnartækjum. Hægt er að fá hreinsisett hjá okkur.

Þrifa tappa vel með bursta og vatni. þurrka og blása í gegnum tappa. Hægt er að fá loftpúða til þess hjá okkur.

athuga rafhlöður

Þrífa rafhlöðuskúffu og rafhlöðusnertur gott er að nota spritt og eyrnapinna. Athuga hvort rafhlöður hafi hleðslu. "Mælum með litlum rafhlöðumæli til að vera viss". 

 

Skoða ending rafhlaða

geyma yfir nótt

Gott er að geyma tækin á heitum rakalausum stað yfir nótt eða í þurrkboxi. Þurrkbox fást hér hjá okkur. Bæði rafmagns og rakatöflur.

ER HEYRNARTÆKIÐ EKKI AÐ VIRKA?

Vinsamlega hugið vel að eftirfarandi atriðum áður en tæki eru send í viðgerð.OPNIR TÆKJAVIÐHALDSTÍMAR ERU ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL:11 -11:30. 

Það heyrist lítið eða ekkert í heyrnartækinu.

 

  Er mergur fyrir hátalara eða hljóðnema (algengasta orsök)?

Skoða leiðbeiningar um hreinsun á heyrnartæki í notandabæklingi.  Hægt er að skoða flesta bæklinga hér á rafrænu formi sjá neðst á síðunni.

  Er rafhlaðan í lagi? 

  Þarf að skipta um mergsíu?

  Er hlustarstykki/kúpull hreinn (oftast mergur fyrir opinu)?

  Er búið að skipta um slöngu?

  Er tækið á réttri stillingu (m)?

 

Ýlir í tækinu? 

 

 

  Athuga hvort tappi sitji þétt og rétt í eyra.

  Athuga hvort slanga sé rifin eða komið gat á hana.

 

Vert er að taka fram að það er eðlilegt að það ýli í tæki ef því er haldið í lófa og lokað fyrir. Einnig ef lófa er borið að eyra þegar tæki er í eyranu. Styrkleiki ýlsins fer eftir hversu hátt tæki er stillt.  

 

Ef tæki virkar ekki eftir þessa athugun er það að öllum líkindum bilað.

Viðgerðir heyrnartækja og búnaðar HTÍ
Vinsamlega sendið biluð tæki á eftirfarandi heimilisfang.

 

Heyrnar og talmeinastöð Íslands 
Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík
Vegna: Tækjaviðgerðar

Að viðgerð lokinni verður sent sms eða hringt til viðkomandi ef þess er óskað.

Ef senda þarf tækið úr landi til viðgerðar tekur það lágmark 2-3 vikur. 

Ef hlustarstykki særir eða passar ekki nægilega vel er hægt að panta tíma hjá hlustarstykkjasmiðum sem oft geta lagað stykkið og er það gert meðan eigandinn bíður. Í einhverjum tilfellum þarf að taka nýtt mót af eyranu og smíða nýtt hlustarstykki sem tekur þá lengri tíma.

LEIÐBEININGAR OG VIÐHALD TÆKJA

Widex

Hægt er að fletta í fleiri myndböndum efst í vinstra horninu.

PHONAK/SONOVA

Hægt er að fletta í fleiri myndböndum efst í vinstra horninu.

Siemens/sivantos 

Hægt er að fletta í fleiri myndböndum efst í vinstra horninu.

 

Gott að hafa í huga varðandi rafhlöður

 

Rafhlöðustærð Dagar
10 3-7
312 3-10
13 6-14
675 9-20
 • Venjuleg rafhlaða fyrir heyrnartæki endist allt frá 3-22 daga fer eftir stærð.
 • Ending fer eftir heyrnartæki, rafhlöðutegund, rafhlöðustærð og hversu lengi það er í notkun hverju sinni.

 

 • Skiptu um rafhlöðu ef hljóð í heyrnartækinu er farið að bjagast einnig ef þú þú þarft að hækka meira en venjulega.  
 • Sum heyrnartæki gefa frá sér hljóð sem gefa á til kynna að nú þurfi að skipta um rafhlöðu. 
 • Skiptu um rafhlöðu um leið og þú heyrir viðvörunarhljóð um að rafhlaða sé að tæmast því oftast slökknar á því mjög skyndilega eftir það. Gott er að hafa alltaf með sér vararafhlöður.
 • Það þarf að passa upp á að geyma ekki nýjar rafhlöður með peningum, lyklum eða öðrum málmhlutum þar sem þeir geta tæmt þær. 
 • Alltaf kaupa rafhlöður í óopnum umbúðum og ganga úr skugga um að ekki sé búið að fjarlægja límmiðan.
 • Rafhlaðan byrjar að afhlaðast um leið og límmiðinn er tekin af.
 • Eftir að búið er að fjarlægja límmiðan af rafhlöðunni er gott að láta rafhlöðuna standa í 3-5 mín áður en hún er sett í tækið. Á þessum tíma fer súrefni um rafhlöðuna og virkjar leiðandi efni inn í henni.
 • Þegar heyrnartækin eru ekki í notkun slökktu á þeim og opnaðu rafhlöðuskúffuna þannig að tækið dragi ekki straum. Ef þú ætlar ekki að nota rafhlöðuna fyrr en eftir töluverðan tíma fjarlægðu rafhlöðurnar alveg.
 • Ekki geyma í of miklum kulda eða of miklum hita það styttur endingartíman verulega. Best er að geyma rafhlöður við stofuhita.
 • Geyma við stofuhita. Alls ekki setja í frysti(gróusaga)
 • Skipta um rafhlöðu með hreinar hendur óhreinindi geta hamlað leiðni og eyðilagt heyrnartækið.
 • Opnaðu fyrir rafhlöðuhólfið þegar tækið er ekki í notkun þá kemst rakinn út. Það getur komið í veg fyrir tæringu og skemdir á heyrnartæki.
 • Fjarlægið ónýtar rafhlöður strax þær byrja að þenjast út og geta eyðilagt tæki.

Þegar límið er á rafhlöðunni og spennan mæld getur hún farið allt niður í 0.7 volt en á að vera 1.45 volt samkvæmt upplýsingum á spjaldinu. Þetta á sér eðlilegar skýringar.

Þegar límið er tekið af rafhlöðum þá virkjast hún og spennan hækkar og endar í samræmi við það sem stendur á pakkningunni þeas að 1.45 voltum +/- 0.1V (tekur ca.1 mín) .

Límið er til að varna því að súrefni komist að rafhlöðunni svo hún geymist lengur. En athugið að ef límið er tekið af byrjar rafhlaðan að missa hleðslu og með tímanum tæmist hún alveg.

 

Endingartími rafhlaða

Það er margt sem getur haft áhrif á endingartíma rafhlaða svo dæmi sé tekið hitastig, raki, hávaði í umhverfi og hversu mikla heyrnaskerðingu um er að ræða. 

Heyrnarskerðing:  Eftir því sem heyrnarskerðing er meiri þurfa tækin að magna meir og nota því meiri orku sem þýðir styttri líftíma rafhlöðunnar.

Stærð rafhlaðna: Efnið sem geymir hleðslu í rafhlöðu er ZINC. Eftir því sem rafhlaðan er stærri er meira ZINC og því endist rafhlaðan lengur.  

Notkunarhegðun og umhverfisáhrif:  Tökum dæmi.  Jón notar heyrnartæki og rafhlöður endast í 5 daga. Sigurlína notar heyrnartæki og rafhlöður endast í 7 daga. Spurningin er hvor rafhlaðan endist lengur?  

Svarið gæti verið í þessu tilfelli Jón. 

Af hverju Jón? Þegar málið er skoðað betur sést að Jón notar tækið 16 tíma á dag en Sigurlína aðeins 8 tíma. Hægt er að segja að notkunarhegðun og umhverfisáhrif sé meginþáttur í endingu rafhlaða.  Sjá mynd hér fyrir neðan til útskýringa.