Stækka letur
Fyrstu mánuðirnir og árin skipta sköpum í máltöku barna. Þau nema hljóð og orð úr umhverfinu og læra smám saman að greina á milli þeirra. Þess vegna er mikilvægt að þau heyri sem mest af móðurmálinu, jafnvel þótt ekki sé verið að tala beint til þeirra. Þegar foreldrar tala óspart við barn sitt styrkir það málskilning og orðaforða auk þess sem það eflir jákvæð tengsl við barnið.

Ef þú sem foreldri hefur grun um að málþróun barns þíns fylgi ekki dæmigerðum málþroska jafnaldra er oftast full ástæða til að taka mark á þeim grun. Upplýsingarnar sem hér birtast er ætlað að vera foreldrum, starfsfólki leikskóla og örðum þeim sem hafa áhuga á málþroska barna leiðarvísir um hver staða barna í málþroska er á mismunandi aldri. Veljið Þróun máls og tals hjá börnum til að fá upplýsingar um málþróun barna á mismunandi aldursskeiði.