Stækka letur
Hverjir greina málþroska barna Öll börn sem fara í 2 ½ árs og fjögurra ára skoðun heilsugæslunnar fara í gegnum málþroskaskimun sem ætlað er að fanga börn með slakan málþroska. Heilsugæslan vísar þeim börnum sem ekki standast skimunina við 2 ½ árs aldurinn til Heyrnar- og talmeinastöðvar til frekari greiningar á málþroska og í heyrnarmælingu. Börnum sem standast ekki málþroskaskimun við fjögurra ára aldur er hægt að vísa til Heyrnar- og talmeinastöð eða til sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga.

Ætla má að 2 – 19% barna á leikskólaaldri séu með seinkun eða frávik í málþroska (matið er misjafnt eftir rannsóknum; sjá Nelson, 2006). Sértæka málþroskaröskun er að finna hjá um 7,4% fimm ára barna (Tomblin, 1997) og er hún oft tengd erfiðleikum með lestrartilteinkun þegar barnið byrjar í skóla. Um 5% 5 – 6 ára barna eru með frávik í framburði (NIDC, 2008) og 4 – 5% barna á aldrinum tveggja – fjögurra ára stama (Andrews, 1984; Zebrowski, 2003).

Endurteknar eyrnabólgur og vökvi í eyrum geta haft áhrif á tal og málþroska barnsins og því er mikilvægt að það fái viðeigandi meðhöndlun. Ef grunur er um heyrnarskerðingu eða frávik í málþroska er mikilvægt að leita aðstoðar. Starfsfólk leikskóla er almennt vel meðvitað um eðlilega máltöku ungra barna og hafa í samráði við foreldra möguleika á að vísa barninu áfram til frekari greiningar. Einnig er hægt að leita til heimilis-, barna-, eða háls-, nef- og eyrnalæknis sem getur vísað barninu til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands í heyrnarmælingu og málþroskamats. Þá er hægt að panta tíma hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum sem meta stöðu barnsins og þörf þess fyrir leiðbeiningar og þjálfun.

Heimildir
Andrews, G. (1984). The epidemiology of stuttering. In R.F. Curlee & W.H. Perkins (Eds.). Nature and treatment of stuttering: New directions. San Diego, CA: College-Hill Press.

Nelson, H. D. (2006). Screening for speech and language delay in preschool children: Systematic evidence review for the US Preventive Services Task Force. Pediatrics, 117(2): e298-e319.

NIDCD (National Institute on Deafness and Other Communication Disorders: http://www.nidcd.nih.gov/health/statistics/vsl.asp). Sótt: 19/9/2008).

Tomblin JB, Records NL, Buckwalter P, Zhang X, Smith E, O’Brien M (1997) Prevalence of specific language impairment in kindergarten children. Journal of Speech, Language, and Hearing Research, 40:1245–1260.

Zebrowski, P.M. (2003, July). Developmental stuttering. Pediatric Annals, 32(7): 453-458.