Stækka letur

malraskanir2018Föstudagurinn 19.10.2018 er alþjóðadagur málþroskaraskana (Developmental Language Disorders eða DLD, haldinn til að vekja athygli á stöðu og þörfum barna og ungmenna með málþroskaraskanir (ekki málhljóðaraskanir).

Einkenni og þarfir barna með málþroskaraskanir eru ekki eins vel þekktar og einhverfra barna eða barna með ADHD. Mun algengara er að börn séu með málþroskaröskun (um 7% skv. erlendum rannsóknum) en einhverfu (2,7% skv. íslenskum rannsóknum).

Áhrif málþroskaraskana á líf einstaklinga eru margskonar. Börn með málþroskaraskanir hafa mörg ekki jafn góðar forsendur og jafnaldrar þeirra til að takast á við helsta verkefni fyrstu skólaáranna, þ.e. að læra að lesa (umskrá) og einnig að skilja það sem þau lesa. Það að eiga erfitt með að ná tökum á lestri, ritun og að ná djúpum skilningi á íslenska tungumálinu hefur áhrif á menntunarmöguleika og félagslega stöðu einstaklinga sem síðan hefur fjölþætt áhrif á tækifæri í lífinu.

Erlendar rannsóknir hafa sýnt að börn sem búa við bágar aðstæður eru í meiri hættu að vera með málþroskaraskanir en börn sem búa við betri aðstæður.

Í Bretlandi hefur verið hrint af stað átaki til að kynna einkenni og þarfir einstaklinga með málþroskaraskanir. Árið 2018 er lögð áhersla á mikilvæg atriði þegar kemur að málþroskaröskun.
A - Athuga stöðu barna
B – Byggja upp þekkingu
C – Auka meðvitund um málþroskaraskanir

Opnuð hefur verið heimasíða með margvíslegum upplýsingum 
www.radld.org . Allir sem hafa áhuga á málefninu eru hvattir til að tísta eða skrifa skilaboð á Facebook undir myllumerkinu #DLDABC.

 
Við hvetjum alla til að kynna sér þessa flottu herferð og nýta hana eins og hægt er til að vekja athygli á þessum málaflokki.