Stækka letur

Tora Osk salfraedinemi

Ungur sálfræðinemi, Þóra Ósk Böðvarsdóttir vinnur nú prófverkefni við HR. Hún kannar upplifun heyrnarlausra og heyrnarskertra af vinnumarkaði.

Við hvetjum heyrnarskerta og heyrnarlausa á vinnumarkaði til að smella á tengilinn til að taka þátt í könnun Þóru:
http://www.questionpro.com/t/ANsWKZazWG

Þóra segir: ,,Ég hvet ykkur til að taka þátt í þessari könnun og svara af einlægni svo ég fái rétta sýn á upplifun Döff og heyrnarskertra einstaklinga á vinnumarkaði".

Könnunin er opin til 4.des n.k. 

Flestar spurninganna snúa að líðan og ánægju í starfi og eru teknar úr Norræna Spurningarlistanum um sálfélagslega þætti í vinnunni. Könnunin er nafnlaus og er ekki rekjanleg á einstaklinga eða tölvur.að sögn Þóru.

Við óskum Þóru Ósk góðs gengis með rannsóknina og hlökkum til að sjá niðurstöður.