Stækka letur

En AF HVERJU er fólk ennþá að skammast sín fyrir að þurfa heyrnartæki? 

Kannist þið við marga sem skammast sín fyrir að nota gleraugu?

Heyrnartæki sífellt algengari og viðurkenndari sem hjálpartæki.  heyrnartaekjanotandi

Rannsóknir sýna að stöðugt færri Evrópubúar eru feimnir við að nota eða viðurkenna að þeir noti heyrnartæki. 
EuroTrak könnun, sem framkvæmd var um gervalla Evrópu árin 2009, 2012 og 2015, sýnir að þeim heyrnarskertra einstaklinga fækkar jafnt og þétt sem segjast skammast sín fyrir að nota heyrnartæki.

 

Árið 2009 sögðust 56% heyrnarskertra vera feimin við að nota heyrnartæki. Árið 2012 var sami hópur 52% aðspurðra. En í síðustu könnun í fyrra (2015) féll þessi tala niður í 42% af þátttakendum. Og í Þýzkalandi reyndust aðeins 34% heyrnarskertra bera nokkurn kinnroða vegna heyrnartækjanotkunar sinnar.

Nákvæmlega eins og skert sjón og gleraugu

,,Ég er afskaplega ánægð að sjá að sífellt færri heyrnarskertra eru feimnir við að nota heyrnartæki“, segir Kim Ruberg, formaður hear-it AISBL.*

,, En ég er engu að síður alltaf jafn undrandi á því af hverju fólk telur það eitthvað feimnismál að nota heyrnartæki. Heyrnarskerðing er mjög algeng og ekkert til að skammast sín fyrir. Væri virkilega einhver feiminn við að nota gleraugu ef sá hinn sami þyrfti á þeim að halda til að sjá frá sér eða til að lesa? Heyrnartæki hjálpa fólki til að heyra betur, rétt eins og gleraugu hjálpa þeim til að sjá betur. Ég vona sannarlega að innan fárra ára muni ENGINN telja það eitthvað mál að nota heyrnartæki.“

EuroTrak könnun þessi var framkvæmd í samvinnu við svissneska greiningarfyrirtækið Anovum og kostuð af EHIMA (European Hearing Instrument Manufactures Association). Könnunin var gerð í Þýzkalandi, Bretlandi og Frakklandi.

heimild: www.ehima.com

*Hear-it AISBL eru samtök ýmissa hagsmunasamtaka sem vinna að hagsmunamálum heyrnarskertra í Evrópu, s.s. IFHOH (The International Federation of the Hard Of Hearing), EFHOH (European Federation of Hard of Hearing People), AEA (Association Européenne des Audioprothésistes), auk fyrirtækja og stofnana innan heyrnartækjaiðnaðarins og annarra sem styðja stefnu og aðgerðir Hear-it AISBL.