Stækka letur

Frávik í máli og tali

Börn með frávik í máli geta átt erfitt með að...
 
  • hlusta á aðra og halda athygli
  • tengjast öðru fólki
  • skilja það sem sagt er við þau
  • læra og nota ný orð
  • tengja tvö orð eða fleiri saman í setningar
  • taka þátt í samræðum
Frávik í tali fela í sér að barnið er með...
 
  • framburðarerfiðleika (það ber ekki öll málhljóðin/stafina rétt og skýrt fram)
  • stam (það kemur orðum og setningum ekki eðlilega frá sér)
  • raddveilu (t.d. er röddin stöðugt hás og loftkennd og barnið þreytist fljótt á að tala)
  • óeðlilegan nefhljóm sem gerir talið óeðlilegt áheyrnar
 

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands  - Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík

Sími: 581 3855 - Bréfasími: 568 0055 - Netfang: hti@hti.is

Heyrnar- og talmeinastöðin veitir þjónustu á landsvísu og leitast starfsmenn stöðvarinnar við að þjóna öllum þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með talmein eins vel og kostur er.