Heyrnarskerðing

Heyrnarskerðing á sér oftast stað á löngu tímabili. Í byrjun reynist æ erfiðara að heyra lág hljóð sem og hljóð í umhverfi þar sem umhverfishljóð eru mikil. Það að greina talað mál getur einnig orðið erfitt. Viðkomandi heyrir en á í erfiðleikum með að greina það sem sagt er.

Heyrnarskerðing getur leitt af sér einangrun vegna þess að sá heyrnarskerti fer að forðast umhverfi og aðstæður þar sem hann á erfitt með að heyra. Heyrnarskerðingu er sjaldnast hægt að lækna en heyrnartæki geta komið að verulegu gagni og létt viðkomanda lífið.

Áreiðanlegar tölur um heyrnarskerta Íslendinga liggja ekki fyrir en ef miðað er við erlendar rannsóknir má gera ráð fyrir að allt að 10% þjóðarinnar sé heyrnarskert og þar af um 5% (um 16 þúsund manns) séu það mikið heyrnarskertir að þeir hafi gagn af því að nota heyrnartæki. Með hækkandi lífaldri fjölgar í hópi heyrnarskertra þar sem heyrnarskerðingu flestra má rekja til öldrunar.
Árlega fæðast 6 til 10 heyrnarskert börn á landinu. Rúmlega 200 börn á aldrinum 0-18 ára eru undir eftirliti hér á Heyrnar- og talmeinastöð og nota tæplega 170 þeirra heyrnartæki.

eyra  heyrnarskerding

 


Hvernig get ég heyrt betur? Hvaða þjónusta stendur til boða ef heyrnin versnar?

Miklu skiptir að bíða ekki of lengi eftir að þú finnur að heyrn er farið að hraka. Því fyrr sem þú leitar aðstoðar, þeim mun betur er hægt að hjálpa þér aðlagast versnandi heyrn.

Heyrn hrakar oft með hækkandi aldri og af ýmsum öðrum orsökum. Ef hljóðheimur þinn er þegar orðinn verulega skertur eru minni líkur á að þú sættist við þann nýja hljóðveruleika sem heyrnartæki geta veitt þér. Viðbrigðin gætu einfaldlega orðið of mikil.Ef þú bregst snemma við hrakandi heyrn eru líkur á að hægt sé að aðlaga heyrn þína jafnt og stöðugt yfir lengri tíma og viðbrigðin verði minni. Þú munt þá eiga auðveldar með að nýta þér heyrnartæki og önnur úrræði.Hér á eftir fylgir lýsing á því sem gerist ef þú ákveður að leita þér aðstoðar við heyrnarskerðingu:

Þér er velkomið að hafa samband við okkur ef þú óskar frekari upplýsinga og allir söluaðilar heyrnartækja veita fjölbreytta þjónustu við viðskiptavini sína.

 

Gangi þér vel !


     

Heyrn, Heyrnarskerðing;